Heitasti fylgihluturinn í dag

Louis Vuitton-símahulstur.
Louis Vuitton-símahulstur. skjáskot/Guardian

Heitasti fylgihlutinn í dag er ekki handtaska heldur símahulstur. Snjallsími er orðinn óaðskiljanlegur hlutur fyrir mannfólkið og því er ekki furða að hátískuhönnuðir hanni sérstök símahulstur.

Guardian greinir frá því að að Nicolas Ghesquière hafi hannað símahulstur fyrir vor- og sumarlínu Louis Vuitton 2017 í gamla góða Louis Vuitton-stílnum. Á tískusýningunni í París gekk fyrsta fyrirsætan inn með síma í Louis Vuitton-símahulstri í stað handtösku.

Fólk er í símanum alls staðar og hulstrið því mjög sýnilegt, sérstaklega þar sem fólk notar skjáinn mun meira en símtólið. Speglasjálfsmyndir eru einnig vinsælar og þar með mikilvægt að vera með flott hulstur.

Moschina-símahulstur.
Moschina-símahulstur. skjáskot/Guardian
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál