Tvenns konar heimaklippingar í lagi

Það er hægt að snyrta toppinn sjálfur.
Það er hægt að snyrta toppinn sjálfur. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk ætti aðeins að reyna að klippa slitna enda og laga toppinn heima hjá sér. Annars ætti það að fara á hárgreiðslustofu, sérstaklega ef planið er að gera stórar breytingar. Byrdie fékk hárgreiðslumeistara til að fara yfir hvernig fólk ætti að fara að því að klippa hárið heima.

Hárgreiðslumeistarinn leggur áherslu á að það sé töluvert flóknara að klippa hár en það lítur út fyrir. Ástæðan fyrir því að það líti auðveldlega út hjá hárgreiðslufólki er vegna þess að það er vel þjálfað. 

Að klippa slitna enda 

1. Taktu tvo sentímetra af hári nálægt andlitinu og snúðu upp á það, þá sérðu lítil hár stingast út.

2. Snyrtu þessi litlu hár sem stingast út með skærum.

3. Þetta er einungis hægt að gera við hárið sem er næst andlitinu. Til þess að snyrta alla enda gætirðu þurft að fara á hárgreiðslustofu.

þessari dömu myndi farnast betur að nota kamb.
þessari dömu myndi farnast betur að nota kamb. mbl.is/Thinkstockphotos

Að laga toppinn 

1. Þurrkaðu hárið með hárblásara þannig að það líti venjulega út. Ef þú klippir toppinn blautan gætirðu tekið of mikið af honum.

2. Komdu þér í góða stöðu fyrir framan spegil með hágreiðsluskæri í annarri hendi og hárkamb í hinni. Gott er hafa nóg pláss og góða lýsingu.

3. Leggðu kambinn að enninu og renndu honum þaðan í gegnum hárið, haltu honum eins nálægt andlitinu og hægt er. Hafðu um einn sentímetra á milli kambsins og hárendanna.

4. Hallaðu skærunum aðeins þegar þú klippir og passaðu að horfa í spegil.

5. Reyndu að fylgja línunni sem toppurinn var klipptur í upprunalega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál