„Eitthvað bleikt er must fyrir sumarið“

Inga Reynisdóttir framkvæmdastjóri Airport Fashion.
Inga Reynisdóttir framkvæmdastjóri Airport Fashion. mbl.is/Árni Sæberg

Inga Reynisdóttir framkvæmdastjóri Airport Fashion í Leifsstöð hefur verið viðriðin tískubransann í meira en 20 ár. Inga segir að vortískan sé ansi heillandi og skemmtileg. 

„Í vortískunni eru pastellitir áberandi ásamt ljóstum tónum. Sniðin eru kvenleg, þægileg og falleg. Það er ansi margt í tísku núna þannig að allir ættu að geta notið sín og fundið eitthvað við sitt hæfi í vortískunni,“ segir hún.

Þegar Inga er spurð að því hvað sé möst að eignast fyrir sumarið nefnir hún bleika flík. 

„Eitthvað bleikt er must fyrir sumarið eins og til dæmis fallegur blazer-jakki. Fyrir þá sem þora ekki í bleika litinn eða pastel þá er tilvalið að fá sér fallegan klút eða tösku í þessum litum til að fá smá vorfíling í fataskápinn,“ segir hún og bætir við að töff gallabuxur eigi brautargengi í vor og sumartískunni og þeim megi gjarnan klæðast við hvíta skyrtu. 

„Fallegar peysur í yfirstærðum verða líka mjög vinsælar og í raun er allt í pastellitum frá öllum merkjum hjá okkur.“

Þegar ég spyr Ingu út í dragtir segir hún að þær séu í sókn en í Airport Fashion eru seldar dragtir frá Filippu K sem eru ansi flottar og klæðilegar í sniðinu. 

„Dragtir eiga eftir að koma meira inn þetta árið og finnst mér það jákvætt, konur eru alltaf flottar í fallegum drögtum.“

Þegar Inga er spurð að því hvað hana langi í fyrir sumarið nefnir hún hvíta strigaskó. 

„Hvítir eða ljósir strigaskór verða mjög áberandi í sumar og töff við hvaða klæðnað sem er. Hvítu strigaskórnir frá Armani Jeans eru á óskalistanum hjá mér fyrir þetta vorið. Þægindi og litagleði er helsta nýjungin í vortískunni myndi ég segja, mikil áhersla á laus snið, þægileg föt og strigaskó,“ segir hún. 

Inga Reynisdóttir segir að bleikur verði einn af sumarlitunum í …
Inga Reynisdóttir segir að bleikur verði einn af sumarlitunum í ár. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál