Hannaði skartgripi innblásna af ást

Kanye West hannaði skartgripalínu sem var innblásin af ást.
Kanye West hannaði skartgripalínu sem var innblásin af ást. mbl.is/AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur sannað sig sem fata- og skóhönnuður fyrir Yeezy-merkið. Nú reynir hann fyrir sér sem skartgripahönnuður. 

„Ég vildi búa til eitthvað sem stæði fyrir endalausa ást,“ sagði West um skartgripalínuna sem samanstendur af gullhringum og hálsmenum. En Vogue greinir frá því að hann hafi unnið línuna í samstarfi við skartgripahönnuðinn Jacop Arabo.

Eiginkona West, Kim Kardashian, fékk forskot á sæluna og er búin að vera að nota skartgripina eins og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni. En skargripirnir fóru í sölu í síðustu viku. 

Kim Kardashian með hálsmen úr skartgripalínu eiginmanns síns.
Kim Kardashian með hálsmen úr skartgripalínu eiginmanns síns. mbl.is/AFP
Kim Kardashian með hálsmen eftir Kanye West.
Kim Kardashian með hálsmen eftir Kanye West. skjáskot/Vouge
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál