Engir tveir kjólar eru eins

Védís Hervör Árnadóttir var í kjól frá Eðalklæðum þegar hún …
Védís Hervör Árnadóttir var í kjól frá Eðalklæðum þegar hún giftist ástinni sinni síðasta sumar.

Kjólameistarinn Malen Dögg Þorsteinsdóttir hefur sérsaumað marga brúðarkjóla í gegnum tíðina. Hún segir að um þessar mundir einkennist brúðarkjólatískan af miklum léttleika, mikið sé um mjúka og þunna kjóla, blúndur, létt pils og kjóla sem eru opnir í bakið. 

Tískan fer í hringi og í raun er öll flóran í gangi. Á tímabili var ofsalega mikið um þvera kjóla, sem sjást þó lítið núna. Hinsvegar er mikið um að kjólar séu með síðum ermum úr mjúkri blúndu. Á síðasta ári var mikill léttleiki í gangi, sem heldur áfram í sumar,“ segir Malen spurð að því hvort brúðarkjólatískan hafi tekið miklum breytingum síðustu ár.

Kjólarnir sem Malen saumar eru einstakir, því hún gerir aldrei tvo samskonar kjóla. Hún segir mikilvægt að hver fylgi sínu hjarta, enda snúist sérsaumur einmitt um það.

„Þegar stelpur senda okkur hugmyndir fáum við oft sömu ljósmyndina, en við gerum þó aldrei tvo eins kjóla. Ef við höfum notað blúndu sem er mjög sérstök pöntum við hana einfaldlega ekki aftur,“ bætir Malen við og segir að ferlið frá hugmynd og að tilbúnum kjól geti verið nokkuð langt.

„Það fyrsta sem þarf að huga að er að bóka tímanlega. Sumar brúðirnar hafa fullmótaða hugmynd að kjól, en aðrar hafa ekki hugmynd um hvað þær vilja. Fyrst er að sjá hverju viðskiptavinurinn er að velta fyrir sér. Síðan hittumst við og förum yfir efni og skoðum hvaða leið við viljum fara. Eins hversu dýra leið kúnninn vill fara og hvað hann ætlar að leyfa sér. Síðan taka við mátanir, en ég hitti hverja brúði yfirleitt tíu sinnum og stundum oftar,“ segir Malen og bætir við að ferlið geti jafnvel tekið ár.

„Þetta er alltaf voðalega skemmtilegt. Sumir skipta um skoðun og breyta kjólnum, en aðrir fylgja sínu striki frá upphafi. Maður á alltaf svolítið mikið í hverjum brúðarkjól,“ segir Malen að endingu.

Kjólameistarinn Malen Dögg Þorsteinsdóttir hefur sérsaumað marga kjóla í gegnum …
Kjólameistarinn Malen Dögg Þorsteinsdóttir hefur sérsaumað marga kjóla í gegnum tíðina. Ljósmynd/Snorri Björnsson
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Hallur Karlsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál