Nóg af sólarpúðri á brúðkaupsdaginn

Förðunin skiptir mjög miklu máli á brúðkaupsdaginn. Eva Suto farðaði Elísabetu Hönnu með Bobbi Brown-snyrtivörum en hún segir að það skipti mjög miklu máli að undirbúa húðina vel fyrir stóra daginn.

„Undirstaða fallegrar förðunar er heilbrigð og vel nærð húð. Þess vegna er mjög mikilvægt að hugsa sérlega vel um húðina vikurnar fyrir stóra daginn. Ég mæli með því að nota Radiance Boost-maskann frá Bobbi Brown daginn fyrir brúðkaupið svo húðin verði slétt og mjúk,“ segir Eva.

Hún byrjaði á því að undirbúa húðina vel.

„Fyrst notaði ég Hydrating Gel Cream, það er olíulaust rakakrem sem fer hratt inn í húðina og virkar einnig vel sem farðagrunnur. Undir augun notaði ég Hydrating-augnkremið, það kemur í veg fyrir að hyljarinn setjist í fínar línur í kring um augun. Síðast en ekki síst notaði ég Lip Balm sem er ómissandi í snyrtibudduna, en þessi varasalvi nærir varirnar einstaklega vel og gefur þeim góðan raka,“ segir hún.

Augun

„Ég notaði Long-Wear Cream Shadow í litnum Bone til að jafna út litinn á augnlokinu auk þess sem hann virkar vel sem augnskuggagrunnur. Næst setti ég Champagne Quartz Shimmer Wash Eye Shadow á augnlokið og litinn Cocoa í glóbuslínuna og meðfram neðri augnháralínunni. Til þess að leggja lokahönd á augnförðunina rammaði ég inn augun með Long-Wear Gel Eyeliner í litnum Black Ink og notaði vatnsheldan maskara á augnhárin eftir að ég krullaði þau með Gentle Eye Lash Curler.“

Augabrúnir

„Ég notaði Long-Wear augabrúnablýant í litnum Mahogany. Long-Wear vörurnar frá Bobbi Brown eru vatnsheldar og henta einstaklega vel við tilefni þar sem mikilvægt er að líta vel út allan daginn. Brúðurin á að geta notið dagsins án þess að hafa áhyggjur af förðuninni. Til þess að festa hárin á sínum stað notaði ég glært augabrúnagel.“

Bjútíráð

Ef þú vilt að fríska upp á förðunina þegar líður á kvöldið eða bæta örlítið við, settu smá Sparkle Eye Shadow á augnlokin.

Andlit

„Ég notaði heimsfræga Corrector og Concealer „kombóið“ til að birta undir augnsvæðið og fela bauga. Foundation Stick farðinn varð fyrir valinu, eins og reyndar í flestum tilfellum, þar sem hann er afar ljósmyndavænn, auðvelt er að byggja hann upp og hann hentar öllum húðgerðum. Það er mjög auðvelt að laga förðina ef þess þarf auk þess sem litaúrvalið er gott og því ættu allir að finna sér lit við hæfi.

Mikilvægt er að festa bæði farðann og hyljarann með púðri, húðin fær matta áferð og púðrið kemur í veg fyrir að húðin fari að glansa á óæskilegum svæðum.“

Bjútíráð

Ekki vera hrædd við að nota meira sólarpúður og kinnalit en venjulega til að halda heilbrigðu útliti því ljósir tónar brúðarkjólsins geta valdið fölleitu yfirbragði.

Varir

„Hinn fullkomni varalitur í brúðarförðun er Sandwash Pink Lip Color, en hann er mjög náttúrulegur „nude“-litur sem hentar flestum. Ég notaði svo Ballet Pink vaablýant til að ramma inn varirnar, en hann tónar mjög vel við varalitinn og heildarförðunina.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál