IKEA svarar Balenciaga

Leiðbeiningar frá IKEA. Svona þekkir þú Frakta-pokann.
Leiðbeiningar frá IKEA. Svona þekkir þú Frakta-pokann.

Tískuheimurinn fór á hliðina þegar tískuhúsið Balenciaga sýndi nýja tösku sem lítur ekki ósvipað út og IKEA-pokinn Frakta. Hingað til hefur pokinn góði frá IKEA ekki þótt vera merki um sérstakt tískuvit þess sem ferðast um með hann en nú kveður við nýjan tón. 

Verðmunurinn á pokanum frá IKEA og Balenciaga er töluverður en á Íslandi kostar IKEA-pokinn 95 krónur en Balenciaga-taskan kostar um 235.000 íslenskar krónur. Mun­ur­inn ligg­ur þó ekki ein­ung­is í verðmun­in­um. IKEA-pok­inn er bú­inn til úr plasti á meðan Balenciaga-task­an er gerð úr glans­andi leðri.

Húmorinn er í forgrunni hjá sænska móðurskipinu IKEA og hefur fyrirtækið nú gefið út leiðbeiningar um hvernig fólk geti þekkt IKEA-pokann frá Balenciaga-töskunni. 

Sem sagt, ef þú ert ekki viss hvort þú ert með IKEA-pokann eða Balenciaga-töskuna þá getur þú prófað að þukla á pokanum. Ef það skrjáfar mjög mikið í honum þá er hann frá IKEA. Ef þú getur borið í honum múrsteina og sett í hann drullu þá er pokinn frá IKEA. IKEA-pokinn er úr plasti og því getur þú hreinsað hann með garðslöngu. Ef þú getur spúlað pokann með garðslöngunni þinni þá er pokinn frá IKEA. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál