Góðar leiðir til að koma í veg fyrir bólur

Það er hægt að minnka líkur á bólum á ýmsan …
Það er hægt að minnka líkur á bólum á ýmsan hátt. mbl.is/Thinkstockphotos

Bólur eru yfirleitt óvelkomnar og það getur verið erfitt að losna við þær. Margir taka á þeim með því að bera á sig krem og einhvers konar bólubana. Doktor Sarah Villafranco skrifaði grein á Mindbodygreen þar sem hún fer yfir náttúrulegar leiðir sem geta komið í veg fyrir bólur.

Sykur

Neysla á sykri auka líkur á bólum, Villafranco mælir með því að fá sykur úr óunnum mat eins og til dæmis ávöxtum. Í staðinn fyrir að ráðast á nammibarinn þegar sykurlöngunin kemur upp er ráð að fá sér bita af dökku súkkulaði.

Mjólkurvörur

Samkvæmt kínverskum læknavísindum eru mjólkurvörur bólgumyndandi. Villafranco mælir með möndlumjólk eða geitaosti.

Glúten

Margir eru með glúten óþol og þá veldur glútenið meðal annars bólgum sem getur valdið því að bólur myndast. Það getur því verið gott að prófa að skipta yfir í glúten-frítt matarræði.

Ómega sex fitusýrur

Það er mikið af ómega sex fitusýrum í vestrænu matarræði sem eykur bólgur það er því mikilvægt að neyta ómega þrjú fitusýrum til móts við ómega sex fitusýrurnar. Valhnetur og lax eru góð leið til þess, eins er gott að minnka neyslu á unnum matvælum og djúpsteiktum mat.

Stress

Líkamsstarfsemin breytist þegar við erum stressuð auk þess sem að fólk er líklegra að sofa minna og hugsa verr um heilsuna sem leiðir til þess að bólur myndast. Það er því mikilvægt að ná að draga djúpt andann og slaka á þrátt fyrir að það geti verið mikið að gera. 

Hreyfing

Þú framleiðir ekki bara gleðihormón þegar þú hreyfir þig heldur er sviti líka góður fyrir húðina. Villafranco mælir með því að fólk hreyfi sig með hreina húð en ekki með farða.

Hreinlæti

Villafranco mælir með því að huga vel að hreinlætinu til dæmis að þvo hendur reglulega, ekki snerta andlitið nema þegar þú ert að þrífa andlitið, nota hreina þvottapoka, handklæði og rúmföt og þvo andlitið áður en farið er að sofa. Hún mælir einnig með því að þrífa síma og lyklaborð reglulega.

Bólur eru leiðinda vandamál.
Bólur eru leiðinda vandamál. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál