Lækning á skallageninu á leiðinni?

Margir karlmenn fá skalla með aldrinum.
Margir karlmenn fá skalla með aldrinum. mbl.is/Thinkstockphotos

Vísindamenn sem voru að rannsaka æxli fundu fyrir slysni frumur sem láta hárið vaxa og láta það verða grátt. Þessi uppgötvun gæti hjálpað til í framtíðinni við að finna meðferð fyrir þá sem fá skalla og grá hár.

„Þrátt fyrir að þetta verkefni byrjaði með það markmið að skilja hvernig ákveðin æxli mynduðust endaði það með því að við lærðum af hverju hár verður grátt og uppgötvuðum auðkenni fruma sem láta hárið vaxa,“ sagði doktor Lu Le, aðstoðarprófessor í húðsjúkdómafræðum við UT Southwestern Medical Centre.

Það kemur fram í grein The Telegraph um málið að vísindamennirnir vonist til að það verði hægt að hjálpa fólki í framtíðinni sem glímir við þessi leiðindahárvandamál.Vísindamennirnir náðu að einangra gen sem létu hárið verða grátt og einnig frumur sem gerðu það að verkum að ekkert hár óx og gerði það að verkum að mýs í tilrauninni urðu sköllóttar. Næstu rannsóknir munu snúast um það að finna út úr því af hverju frumurnar og genin hætta að virka þegar fólk eldist.

Ekki eru allir jafnánægðir með grá hár og skalla.
Ekki eru allir jafnánægðir með grá hár og skalla. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál