Í pólitískum ádeilukjól í Cannes

Miri Regev mætti á rauða dregilinn í Cannes í kjól …
Miri Regev mætti á rauða dregilinn í Cannes í kjól með mynd af gömlu borginni í Jerúsalem. mbl.is/AFP

„Föt breyta sýn okkar á heiminn og hvernig heimurinn sér okkur,“ sagði Virginia Wolf. En menningarmálaráðherra Ísraela, Mirir Regev, fékk heldur betur að finna fyrir áhrifamætti fata þegar hún mætti í kjól með mynd af Jerúsalem á rauða dregilinn í Cannes. 

Í ár eru 50 ár liðin síðan Ísraelar tóku völdin yfir allri Jerúsalem eftir sex daga stríðið. „Ég er stolt af að fagna þessari sögulegu dagsetningu með list og tísku,“ sagði Regev um kjóllinn. 

Miri Regev er föðurlandsvinur.
Miri Regev er föðurlandsvinur. mbl.is/AFP

Samkvæmt The Guardian féll kjóllinn í grýttan jarðveg hjá mörgum enda hernám Ísraela mjög umdeilt. Notendur á samfélagsmiðlum nýttu að sjálfsögðu tækifærið og fordæmdu klæðnaðinn. Stuðningsmenn ísraelsku ríkisstjórnarinnar voru þó ánægðir með uppátækið og voru einhverjir sem vildu meina að þetta væri kjóll ársins árið 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál