Í biðröð eftir nærfötunum

Það myndaðist röð fyrir utan Lindex.
Það myndaðist röð fyrir utan Lindex.

Það myndaðist löng biðröð þegar Lindex opnaði nærfataverslun sína við Laugaveg. Verslunin var opnuð kl. 12 í dag. Verslunin er staðsett við hlið Ítalíu veitingastaðar, á Laugavegi 7 í hjarta miðbæjarins.

„Við erum ótrúlega ánægð hvernig til hefur tekist með uppbyggingu verslunarinnar en rúmar tvær vikur hafa farið í framkvæmdir sem fyrir okkur er nýtt met.  Við erum full tilhlökkunar að bjóða okkar tískuupplifun í miðbæ Reykjavíkur," - segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

„Þetta er án nokkurs vafa einstakt að geta frumsýnt nýja innréttingahönnun í hjarta miðborgarinnar í dag.  Móttökurnar eru framar okkar björtustu vonum!", segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Um er að ræða 130 fm verslun sem býður upp á nærföt, snyrtivörur og aukahluti. Verslunin er innréttuð með nýjasta útlitinu en úti í heimi hefur Lindex hlotið verðlaun fyrir þessa hönnun á verslunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál