Er þetta til í öllum fataskápum?

Fylgifiskur tískunnar er sá að margir eiga eins föt.
Fylgifiskur tískunnar er sá að margir eiga eins föt. samsett mynd

Tískan er skemmtilegt fyrirbæri, án hennar værum við örugglega allar bara í peysufötum og sauðskinnsskóm, eða svona næstum því. En þó svo að við séum ekki lengur í sauðskinnsskóm þýðir það ekki endilega að tískan sé mjög fjölbreytt, nú eru bara allir í hvítum Stan Smith-skóm frá Adidas. 

Smartland tók saman lista af flíkum sem eru til inni í skáp hjá flestum ungum konum í dag.

Hvítir strigaskór

Fyrir nokkrum árum komust strigaskór aftur í tísku. Nú er einsleitnin orðin enn meiri þar sem hvítir strigaskór er það eina sem virkar. 

Ljósmynd/Adidas

Rifnar gallabuxur

Það á enginn almennilegar gallbuxur nema það séu nokkur göt á þeim. Þessar buxur virðast ganga jafnvel í 10. bekk sem og í fín kokteilboð á Arnarnesinu. 

Ljósmynd/Asos

Micheal Kors-töskur og veski

Micheal Kors-töskurnar eru fallegar og klassískar. Töskurnar þykja jafnframt vera á góðu verði miðað við margar aðrar merkjavörutöskur.

ljósmynd/Pinterest

Melluband

Mellubandið svokallaða hefur verið gífurlega vinsælt í vetur. Það kemur sér líka vel þar sem skargripir geta oft kostað mikið en það þarf ekki dýra demanta til þess að gera flott melluband.

ljósmynd/Pinterest

Svartir bolir úr gegnsæju efni

Hvort bolirnir, topparnir eða skyrturnar séu alveg gegnsæjar eða bara að hluta til er þessi fatnaður gífurlega vinsæll. Oftar en ekki valinn fallegur brjóstahaldari undir þar sem hann sést oft vel. 

Ljósmynd/Pinterest

Blúndubrjóstahaldarar með engri spöng

Nú er af sem áður var að konur kepptust um að fara í „push-up“-brjóstahaldara með spöng. Nú þykir ekkert smartara en að birta myndir af sér á Instagram í blúndubrjóstahaldara eða Calvin Klein-topp. 

ljósmynd/Lindex

Daniel Wellington-úr

Vinsælustu bloggararnir eru allir með eitt stykki Daniel Wellington-úr á úlnliðnum til að vita hvað tískunni líður.

ljósmynd/Michelsen

Hettupeysur og háskólabolir 

Stórar peysur eru orðnar vinsælar og ekki bara við íþróttabuxur eða gallabuxur heldur líka við gallapils og netasokkabuxur. 

ljósmynd/Pintererst

Derhúfa

Derhúfa er eitthvað sem allir verða að eiga og ekki bara af því það er að koma sumar. Hvað mestu hipsterana varðar ganga þeir ef til vill ekki með FILA-derhúfu heldur kannski með gamla derhúfu með Cheerios-merki. 

ljósmynd/Nike

Bomber-jakki

Bomber-jakkinn kom sterkur inn fyrir nokkrum misserum og er nú jafnsjálfsagt að eiga einn slíkan jakka eins og það þótti að eiga gallajakka á 7. áratugnum. 

ljósmynd/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál