Ertu búin að fá þér húðlitaða lakkskó?

Sérfræðingar í klæðaburði segja að það sé nauðsynlegt að eiga allavega eitt par af húðlituðum skóm, helst lakkskóm. Katrín hertogaynja af Cambridge er drottning húðlitaðra lakkskóa og klæðist þeim mikið. Þá er eitt merki í sérstöku uppáhaldi hjá henni en það er L.K. Bennett sem er í eigu hálfíslenskrar konu, Lindu Kristínar Bennett. Merkið hefur algerlega slegið í gegn en það framleiðir ekki bara skó heldur fatnað og fylgihluti. 

Hérlendis er hægt að fá hina guðdómlegu Clarks skó í verslunni MAIA á Laugavegi og í Kringlunni. Skórnir kallast flugfreyjuskórnir en þeir henta fyrir breiðan aldurshóp. Hællinn er líka stöðugur ef konur standa mikið upp á endann (í kokkteilboðum). 

Hællinn er um 8,5 cm og hægt er að fá þá með breiðari hæl og örlítilli þykkingu undir táberginu. Skórnir eru ekki bara flottir við húðlitaðar sokkabuxur og kjól heldur líka við svartar síðbuxur og gallabuxur. 

Katrín hertogaynja af Cambridge er mikið í húðlitðum lakkskóm og …
Katrín hertogaynja af Cambridge er mikið í húðlitðum lakkskóm og þá helst frá L.K. Bennett.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál