Helga hannar fullorðinspeysu

Karítas, sölu- og markaðsstjóri, og sonur hennar Höskuldur, Helga, creative …
Karítas, sölu- og markaðsstjóri, og sonur hennar Höskuldur, Helga, creative director, og börnin hennar, Indí, Baldvin og Viktoría.

Helga Ólafsdóttir, stofnandi og yfirhönnuður iglo+indi, hefur hannað fullorðinspeysu. Það hefur lengi verið draumur fyrirtækisins að gera eitthvað slíkt en í dag rætist draumurinn þegar empwr-peysan fer í sölu. 

„Okkur hefur lengi langað að hanna flík fyrir börn og fullorðna í stíl en þar sem hönnun á fullorðna er ekki partur af okkar reglulegu starfsemi þá ákváðum við að gera eitthvað sérstakt. Peysan er fyrir alla, börn, mömmur, pabba, afa, ömmur, frænkur, frændur,“ segir Helga. 

Helga og samstarfsfólk hennar höfðu samband við UN Women og óskuðu eftir samstarfi. 

„UN Women hefur staðið sig mjög vel í að vekja athygli á mikilvægum málstöðum og við vildum styðja við flotta starfið sem þau vinna. Hjá iglo+indi starfa eingöngu konur og hugmyndin er að við styðjum við aðrar konur,“ segir Helga. 

Ágóði peysunnar rennur til styrktar reksturs griðastaða fyrir konur á flótta sem UN Women rekur víða um heim, t.d. í flóttamannabúðum í Kamerún, Austur-Kongó, Írak og víðar. Konur og stúlkur á flótta eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi og mansali. Á griðastöðum UN Women gefst konum kostur á að vinna, stunda hagnýtt nám í tungumálum, tölvuvinnslu, viðskiptaáætlanagerð og bókhaldi, klæðskurði og saumaskap.

Griðastaðirnir eru grundvöllur fjárhagslegrar valdeflingar. Þar hljóta þær einnig áfallahjálp, sálrænan stuðning sem jafningjastuðning, félagslegt net og vinskap við aðrar konur.

Á griðastöðum UN Women í Kamerún hefur fjöldi flóttakvenna sótt klæðskurðar- og saumanám sem hefur svo kvatt þær til að fara í eigin rekstur, þ.e. sauma kjóla og barnaföt á griðastöðunum sem þær selja svo á markaði búðanna. Þaðan kom hugmyndin að gera peysu með prenti sem er innblásið frá Kamerún.

„Peysan er grá og merkt empwr sem vísar til mikilvægi þess að valdefla konur og stúlkur um allan heim í hvaða aðstæðum sem er, líkt og á flótta,“ segir Helga. 

Peysan kom í sölu klukkan tíu í morgun í verslunum iglo+indi en hún er líka fáanleg á  www.igloindi.com.

„Í tilefni af empwr-peysunni og krafti kvenna halda iglo+indi og UN Women á Íslandi í empwr-partý á Geira Smart í dag klukkan 17.00. empwr-peysan verður seld á staðnum, léttar veitingar í boði og Sunna Ben þeytir skífum. Svo spáir meira að segja sól – allir eru hjartanlega velkomnir,“ segir Helga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál