Elskar náttúrulegar snyrtivörur

Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari rekur jógastöðina Sólir.
Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari rekur jógastöðina Sólir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Sólveig Þórarinsdóttir, jógakennari og eigandi jógastöðvarinnar Sólir, hugsar vel um sig bæði andlega og líkamlega.

Hvernig hugsar þú um heilsuna og útlitið?

„Jóga er mitt „drug of choice“ á heilsubrautinni en í heita jóganu þá svitna ég daglega og fyrir mér er það hið náttúrulega „skin detox“, mér finnst t.a.m. erfitt þegar ég er að ferðast mikið og fer þá alltaf í jóga á áfangastað til að endurnæra sál og líkama og þá ekki síst húðina. Ég svetta líka eins oft og ég get en það er gríðarlega góð hreinsun og mikil örvun fyrir húðina, sérstaklega þegar ég næ að manna mig upp í köld böð á milli lota.“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Húðin er stærsta líffæri líkamans og mín er frekar viðkvæm, bæði ljós og freknótt svo ég vanda mig eftir bestu getu. Ég er mjög vandlát á hreinlætis- og snyrtivörur sem ég nota; hreinar, lífrænar, lífvirkar, vegan og ekki prófaðar á dýrum eru grunnskilyrði. Ég vel að nota fáar en góðar vörur og því fylgir mikið frelsi og vellíðan.“

Hvaða krem notar þú?

„Íslensku TARAMAR-vörurnar eru í uppáhaldi og mæta alfarið þessum kröfum. Á kvöldin, eftir jógakennslu og fyrir svefninn, finnst mér gott að bera „Night Treatment“ á mig, sem er hannað til að endurbyggja, mýkja og styrkja húðina á meðan ég sef. Fínar línur voru fyrstu merkin um breytingar á húðinni og notkun næturkremsins ásamt hinu dásamlega „The Serum“ hafa skilað sér í heilbrigðari og fallegri húð.“

Hver er þín húðrútína?

„Ég nota alltaf kókosolíu í sturtu bæði á húðina og í hárið í stað sápu, svo skrúbba ég líkamann með grófum bursta eða hönskum þegar ég fer í bað og nota blöndu af epsom-salti og lavender. Fyrir mér er þetta bara algjört dekur og sjálfsást.“

Hvaða farða notar þú?

„Ég nota Lavera, Benecos og Dr. Hauska í bland.“

Hvernig farðar þú þig dagsdaglega?

„Ég nota BB-kremið frá Benecos, Lavera-sólarpúður yfir, skyggi og lengi augnlínuna með brúnum blýanti og svo smá gloss, taadaaa.“

Hvernig málar þú þig um augun?

„Ég elska smokey augnskugga-palettuna frá Lavera en hún er með fjóra liti sem ég nota alla í senn eða þyngi eða létti eftir aðstæðum. Ég hef ekki enn fundið maskara sem ég er ánægð með en allir þeir heilnæmu maskarar sem ég hef prófað leka á fyrsta blikki svo ég hef eiginlega gefist upp á að vera með maskara nema við sérstök tilefni.“

Hvað notar þú á varirnar?

„Aðallega Villimey-varasalva en þegar eitthvað stendur til þá fá varirnar að vera rauðglóandi. Nýjasta æðið er Mac-varaliturinn Retro Matte Liquid sem er í fljótandi formi en endist vel.“

Hvað er í snyrtibuddunni þinni?

„Dr. Hauska-púður, Pink Lemonade-varagloss frá Mac og brúnn Benecos-augnblýantur.“

Málar þú þig oft á dag eða bara á morgnana og lætur það duga út daginn?

„Í seinni tíð mála ég mig ekki daglega og helst ekki snemma en þegar ég mála mig þegar ég er að fara eitthvað þá finnst mér gaman að vanda mig við það og fara „all in“.“

Hvernig verðu húðina fyrir sólinni?

„Ég nota alltaf sunblock eða sólarvörn með lágmark 50 klst. vörn því húðin á mér þolir ekki sól, auk þess sem ég vil ekki flýta fyrir öldrun hennar með sólarnotkun. Ef mig langar til að hafa smá lit þá nota ég brúnkukremið frá Lavera sem er milt og inniheldur Macadamian-olíuna sem er svo góð.“

Er einhver matur sem þér finnst sérstaklega góður fyrir húðina?

„Mér dettur í hug ótal margt sem mér finnst afgerandi slæmt fyrir húðina en ekki svo margar matvörur sem eru góðar, jú helst þær sem eru fituríkar eins og avókadó en umfram allt er það vatnið sem gerir mér best en einnig allar uppáhaldsolíurnar eins og kókosolía, bullet proof og hörfræolía.“

Hvað myndir þú aldrei borða?

„Dýr.“

mbl,is/Þórður Arnar Þórðarson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál