Ekki bara sólin sem fer illa með húðina

Það er um að gera að fara varlega á sumardögum.
Það er um að gera að fara varlega á sumardögum. mbl.is/Thinkstockphotos

Það síðasta sem við viljum að gera er að hanga inni þegar sólin lætur sjá sig. Hins vegar er ekki allt jákvætt við sólina og geta útfjólubláir geislar haft áhrif á öldrun húðarinnar. Mydomaine fór yfir fleiri hluti sem geta haft slæm áhrif á okkur þegar sólin skín. 

Dagdrykkja

Mörgum finnst það ómissandi að fá sér hvítvínsglas eða bjór á sólardögum. Hins vegar borgar sig ekki að liggja í bleyti heilu dagana enda er það ekki aðeins slæmt fyrir lifrina í okkur heldur getur líka haft áhrif á húðina. 

Langar nætur

Á sumrin renna næturnar og dagarnir saman í eitt og því auðvelt að vaka langt fram á nótt. Maður verður ekki bara þreyttur ef maður fær ekki nægan svefn heldur hafa rannsóknir sýnt fram á að húðin eldist hraðar á konum sem sofa lítið. 

Að skipta ekki nógu oft um rúmföt

Það er mikilvæg að skipta reglulega um rúmföt. Á sumrin er oft heitara inni í svefnherbergjum og fólk á það til að vera sveittara og því fleiri bakteríur og dauðar húðfrumur sem safnast fyrir í rúmfötunum. 

Ekki nógu góð sólgleraugu

Það er ekki bara húðin sem er viðkvæm fyrir sólinni, augun eru það líka. Útfjólubláu geislarnir geta haft skaðleg áhrif á hornhimnuna. Hins vegar er hægt að fá sólgleraugu sem vernda augun fyrir geislum sólarinnar rétt eins og við notum sólarvörn á húðina. 

Dagarnir eru langir á sumrin.
Dagarnir eru langir á sumrin. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál