Í Alexander McQueen 17. júní

Katrín brosti í bleikum kjól á laugardaginn.
Katrín brosti í bleikum kjól á laugardaginn. mbl.is/AFP

Katrín hertogaynja hefur sjaldan verið jafnbleik og 17. júní síðastliðinn. Á meðan Íslendingar fögnuðu þjóðhátíðardegi sínum fögnuðu Bretar Trooping the Colour-deginum. 

Katrín geislaði í sumarlegum kjólnum sem virðist vera hönnun Söruh Burton samkvæmt The Telegraph. Katrín er mikill aðdáandi Burton sem er listrænn stjórnandi Alexander McQueen. Hún hefur áður klæðst fötum frá merkinu á þessum degi auk þess að brúðarkjóllinn hennar var frá McQueen.

Hertogaynjan skartaði demantseyrnalokkum úr safni drottningarinnar en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún hefur fengið þá að láni. 

Opinberu afmæli þjóðhöfðingja Breta er fagnað á Trooping the Colour-deginum, en dagurinn er haldinn í júní á hverju ári. 

Sniðið fór Katrínu einstaklega vel.
Sniðið fór Katrínu einstaklega vel. mbl.is/AFP
Hér sést hvernig kjóllinn er tekinn saman í mittinu.
Hér sést hvernig kjóllinn er tekinn saman í mittinu. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál