Búin að fara í tíu svæfingar

mbl.is/ThinkstockPhotos

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í það hvort líkaminn geti hafnað brjóstapúðum. 

Sæl.

Ég fór i brjóstastækkun fyrir sjö árum. En hún gekk frekar illa þar sem líkaminn tók ekki hægra brjóstinu og myndaðist mikill vökvi i kringum það og þurfti ég hátt i 10 svæfingar til að laga það, púðinn lak alltaf niður.

En mín spurning er: getur líkaminn myndað sjálfsónæmissjúkdóm eftir svona? Þar sem líkaminn var augljóslega að hafna öðru brjóstinu.

Hef verið að greinast með sjögren og reynauds t.d ásamt fleiri sjúkdómum. 

Kveðja, K

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir í Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir í Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Sæl og takk fyrir spurninguna,

Sílikonpúðar hafa verið rannsakaðir í ríflega 3 áratugi af fjölda vísindamanna. Það hafa engin afgerandi tengsl sílikonpúða og sjálfsofnæmissjúkdóma fundist en vissulega sumar rannsóknir vakið grun um tengsl. Sílikon er notað í mörg varanleg læknisfræðileg tæki sem grædd eru í líkamann, t.d. slöngur, gerviliði og fl.

Þú hefur verið mjög óheppin með þessa endurteknu vökva myndun umhverfis púðann.  Ef þessir sjúkdómar sem þú hefur verið að greinast með síðan þú fékkst púðana eru að leggjast þungt á þig myndi ég ráðleggja þér að skoða það með þínum lýtalækni að fjarlægja þá. Þú getur þá alltaf sett þá aftur ef það að fjarlægja þá hefur engin áhrif.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál