Fann fegurðina í fæðingarblettunum

Evita Delmunda lætur ekki fæðingarblettina stoppa sig.
Evita Delmunda lætur ekki fæðingarblettina stoppa sig. skjáskot/Instagram

Evita Delmunda er tvítug stúlka frá Malasíu sem er með mikið af fæðingarblettum á öllum líkama sínum. Það tók hana tíma til að sjá fegurðina í fæðingarblettunum en nú tekur hún þátt í undankeppni ungfrú alheims-keppninnar í Malasíu. 

„Mér var strítt í grunnskóla og hinir krakkarnir kölluðu mig nöfnum eins og skrímsli og súkkulaðibitaköku sem var erfitt að kyngja sem ung stelpa,“ sagði Delmunda í samtali við malasíska Elle, greinir Independant frá. En hún segir að krakkarnir hafi ekki viljað vera vinir hennar og hún var einmana. 

Delmunda segir að enginn fæðist fullkominn.
Delmunda segir að enginn fæðist fullkominn. skjáskot/Instagram

Hún öðlaðist þó sjálfstraust með tímanum, þrátt fyrir að vera mjög meðvituð um fæðingarblettina en læknar sögðu að aðgerð sem myndi fjarlægja þá væri lífshættuleg. 

Delmunda er því full sjálfstrausts og ánægð með sig í dag og tekur þátt í fegurðarsamkeppni en hún vonast til þess að fólk sætti sig við líkama sinn eins og hann er. „Enginn okkar fæðist fullkominn og öll höfum við styrkleika og veikleika. Svo ekki horfa á galla þína sem hindrun til þess að ná því sem þú vilt,“ sagði hún. 

In Love with this off shoulder top got from @allbelowrm50shop so check out this ig shop from KK for more beautiful and cute top 😀❤🌼

A post shared by Ave Evita Patcey Delmundo💋 (@evita_delmundo) on Jun 2, 2017 at 9:06pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál