Selur föt og skó sem henni þykir vænt um

Hrefna Björg ætlar að selja margar af sínum uppáhaldsflíkum ásamt …
Hrefna Björg ætlar að selja margar af sínum uppáhaldsflíkum ásamt vinkonum sínum á fatamarkaði á laugardaginn.

Hrefna Björg Gylfadóttir heldur fatamarkað á Loft hosteli á laugardaginn klukkan 13:00 en hún og vinkonur hennar í Tequila Club hafa áður haldið fatamarkaði á hostelinu við góðan orðstír. Þessi fatamarkaður verður þó sá síðasti í bili, að minnsta kosti fyrir Hrefnu en hún er á leið til Danmerkur og þarf að losa sig við föt og skó sem henni þykir vænt um.

„Þetta byrjaði í menntaskóla en mömmur sjúklega margra stelpna í hópnum voru í hópi sem hét Tequila Club en heitir núna te club þannig við héldum uppi hefðinni og heitum Tequila Club,“ segir Hrefna Björg um nafnið á vinkvennahópnum. Um 20 stelpur eru í hópnum og þess vegna hafa þær getað haldið nokkra markaði en þær alltaf bara nokkrar sem selja á hverjum markaði.

Stelpurnar hafa áður haldið fatamarkaði.
Stelpurnar hafa áður haldið fatamarkaði.

„Við erum með frekar mikinn áhuga á tísku. Það eru þrjár fyrirsætur í þessum hóp sem eru sjúklega miklar fashion queens,“ segir Hrefna Björg og bætir því við að margar þeirra séu að vinna í fatabúðum sem sé ástæðan fyrir því að þær hafi sankað að sér miklu af fötum. Sjálf vinnur hún í Yeoman en einnig er að finna starfsmenn Geysis og GK Reykjavík í hópnum. 

Spurð að því hvort þær séu með svipaðan stíl segir Hrefna Björg svo ekki vera. „Við erum alls ekki með eins stíl. Það er bland af stelpum með íþróttastíl og líka stelpum sem elska íslenska hönnun og þetta er svolítið mikið þannig. Við erum mjög misjafnar.

„Ég ætla að reyna að selja kápur og skó, eitthvað sem mig langar ekki til að selja bara af því ég er að fara flytja út og ég er ekki að fara að ferðast með þetta, þannig að þetta verður alveg smá sár markaður. Við erum að fara að láta frá okkur alveg fína hluti,“ segir hún en hún segist sjá mest eftir KronKron-hælunum sínum þar sem henni finnst þeir geðveikt flottir. „Ég er búin að nota þá svona tvisvar en þeir eru bara aðeins of stórir á mig.“

Skór og kjólar verða meðal annars til sölu.
Skór og kjólar verða meðal annars til sölu.

Sjálf segist Hrefna Björg elska fatamarkaði. „Þegar ég var lítil fannst mér svo gaman að kaupa föt af eldri stelpum og við erum að selja þetta ódýrt. Þetta eru ekkert endilega það mikið notuð föt og mér finnst svo mikil snilld að gefa fötunum annað líf.“

Hrefna Björg segir að lokum að það verði mikið um skó, jakka og kjóla og fötin verða hengd upp á fataslá og verðmerkt auk þess sem hægt verði að borga með Aur-appinu. En stelpurnar eru komnar með góða reynslu af því hvernig á að halda flotta fatamarkaði.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál