Ástríðufullur koss ekki framhjáhald

Er framhjáhald skilgreiningaratriði?
Er framhjáhald skilgreiningaratriði? mbl.is/Thinkstockphotos

Framhjáhald getur verið alls konar, það getur jafnvel verið ókynferðislegt. Hins vegar eru ekki allir sammála um hver skilgreiningin er en það kom í ljós í breskri rannsókn að hátt hlutfall karla taldi ástríðufulla kossa við annan en maka sinn ekki vera framhjáhald. 

Samkvæmt Men's Fitness töldu 19 prósent þeirra karla sem tóku þátt í könnuninni að það að kyssa annan en maka sinn á ástríðufullan hátt væri í lagi á móti níu prósentum kvenna. Rannsóknin tók til 5.000 manns og var gerð af Relate and Relationship Scotland. 

Töluverður munur var á viðhorfi þeirra yngri og eldri en það kann að koma á óvart að þeir yngri voru síður tilbúnir til að eyða ást maka síns með einhverjum öðrum. 45 prósent þeirra á aldrinum 16 til 24 ára skilgreindu daður sem framhjáhald á meðan talan datt niður í 31 prósent þegar eldri þátttakendur voru teknir með í reikninginn. 

Það sem kom kannski ekki á óvart var að tveir þriðju aðspurðra töldu að samband þeirra mundi ekki standa af sér framhjáhald. En hvað er framhjáhald er síðan stóra spurningin. 

Sumir telja það í lagi að kyssa annan en maka …
Sumir telja það í lagi að kyssa annan en maka sinn. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál