Sokkar sem haldast uppi allan daginn

Sokkarnir eiga að haldast uppi allan daginn.
Sokkarnir eiga að haldast uppi allan daginn. skjáskot/Youtube

Sebastian Grey er fyrirtæki sem framleiðir sokka sem hafa þann sérstaka eiginleika að þeir renna ekki niður þegar líður á daginn. 

Hönnuðirnir vildu hanna karlmannssokka sem væru nógu háir upp þannig hægt væri að krossleggja fætur án þess að það kæmi bil á milli sokkanna og buxnanna.  

Margir kannast ef til vill við það þráláta vandamál að sokkarnir leka niður þegar líður á daginn. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins er það síðasta sem fólk þarf á að halda að hafa áhyggjur af sokkunum sínum. 

Sokkarnir ná upp að kálfa en síðan er teygja sem er teygð upp fyrir kálfann sem á að halda sokkunum uppi. Svo er bara spurningin hvort þessi hönnun létti einhverjum lífið. 

Hér má sjá hvernig sokkarnir haldast uppi.
Hér má sjá hvernig sokkarnir haldast uppi. ljósmynd/Sebastiengrey.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál