Duckie Thot er eins og lifandi Barbie

Duckie Thot líkist Barbie-dúkku tölvert.
Duckie Thot líkist Barbie-dúkku tölvert. skjáskot/Instagram

Duckie Thot er áströlsk-súdönsk fyrirsæta sem lítur út fyrir að vera eins og lifandi Barbie-dúkka. Hún vakti mikla athygli á Twitter á dögunum eftir að hún setti mynd af sér sem líklega fleiri héldu að væri mynd af dúkku en alvörumanneskju. 

Samkvæmt The Independent vakti Thot fyrst athygli þegar hún tók þátt í Australia's Next Top Model þegar hún var 17 ára en fyrirsætan er nú 21 árs. 

„Ég trúi því ekki að hún sé til fyrr en ég sé hana,“ tísti einn Twitter-notandi. „Ertu yfirhöfuð mannleg?“ „Hvað í ósköpunum, ég hélt að þetta væri alvörudúkka,“ skrifuðu aðrir þegar Thor birti myndina af sér sem má sjá hér að ofan. 

Það er oft talað um að Barbie-dúkkur séu óraunverulegar, þetta virðist þó vera sönnun þess að það eru til manneskjur sem líkjast dúkkunni þó svo að það sé ekki endilega hægt að taka undir það að Barbie-dúkkur gefi rétta mynd af konum. 

Thot hefur vakið heimsathygli að undanförnu.
Thot hefur vakið heimsathygli að undanförnu. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál