Hyggst safna freknum í sumar

Hrefna Dan ætlar að safna nokkrum freknum á nefið í …
Hrefna Dan ætlar að safna nokkrum freknum á nefið í sumar.

Hrefna Daníelsdóttir, eða Hrefna Dan eins og hún er jafnan kölluð, heldur úti vinsælu bloggi, sem og Instagram-reikningi. Blaðamaður fór á stúfana og spurði Hrefnu hver galdurinn á bak við skemmtilegt og persónulegt blogg væri. Þá var auðvitað ekki úr vegi að forvitnast aðeins um sumartískuna og annað í þeim dúr.

Hver er galdurinn á bak við góða bloggfærslu?

„Galdurinn er aðallega fólginn í því að skrifa um hluti sem þú hefur áhuga á og það er alls ekki verra að vera aðeins á persónulegu nótunum.“

Hrefna er persónuleg í bloggfærslum sínum.
Hrefna er persónuleg í bloggfærslum sínum.

Hvers konar færslur fá best viðbrögð?

„Þessa dagana eru það færslur tengdar húsinu okkar, sem við vorum að kaupa og gera upp.“

Hver er galdurinn á bak við verulega frábæra Instagram-mynd?

„Það er allavega ekki filter...“

Galdurinn við góða Instagram mynd er ekki filter að mati …
Galdurinn við góða Instagram mynd er ekki filter að mati Hrefnu.

Þú ert mikill fagurkeri, hverju ert þú spenntust fyrir að klæðast í sumar?

„Léttum maxi-kjólum og góða skapinu.“

Hvað er algerlega ómissandi í fataskápinn um þessar mundir?

„Það er ekkert ómissandi í fataskápinn, en með hækkandi sól er ekki verra að taka fram léttari flíkur og vona að veðurguðirnir verði góðir við okkur í sumar.“

Hvar finnst þér skemmtilegast að versla?

„Ég hef mest gaman af því að kíkja á antikmarkað sem er hérna í næsta nágrenni við mig og Búkollu, nytjamarkað sem einnig er hérna á Akranesi. Ég hef gert mörg af mínum allra bestu kaupum á þessum mörkuðum.“

Hvað með snyrtibudduna, breytist förðunin hjá þér þegar sól tekur að hækka á lofti?

„Ég farða mig aldrei mikið, sama hvernig veðrið er.“

Hvaða snyrtivara þykir þér ómissandi?

„Varalitur er mín uppáhaldssnyrtivara. Ótrúlegt hvað fallegur varalitur getur hresst mikið upp á lúið andlit.“

Hvaða hárvöru gætir þú ekki verið án?

„Þurrsjampós. Ég þvæ hárið á mér aldrei oftar en tvisvar í viku, og því er þurrsjampó algjört möst.“

Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í sumar?

„Þetta klassíska, ferðast, njóta, fá nokkrar freknur á nefið, verja sem mestum tíma með fólkinu mínu og drekka kannski nokkra svalandi kokteila.“

Hrefna ætlar að njóta sumarsins með sér og sínum.
Hrefna ætlar að njóta sumarsins með sér og sínum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál