Uppáhaldshlutirnir koma af fatamörkuðum

Hafrún Alda Karlsdóttir lifir og hrærist í tískubransanum.
Hafrún Alda Karlsdóttir lifir og hrærist í tískubransanum. ljósmynd/Helgi Ómarsson

Hafrún Alda Karlsdóttir lifir og hrærist í tískubransanum en hún er listrænn stjórnandi og eigandi Bast magazine og Team Bast auk þess að starfa hjá Vald Agency í Kaupmannahöfn en þar kynnir hún og selur nýjustu hönnun þeirra merkja sem fyrirtækið starfar með á tískuvikum um allan heim. 

Hafrún Alda ætlar að halda fatamarkað á Loft hosteli laugardaginn 15. júlí klukkan eitt en með henni á markaðnum eru sannkallaðar tískudrottningar. Hafrún Alda sat fyrir svörum.    

Af hverju eruð þið að halda á markaðinn?

Það er hálfgerð andleg hreinsun að taka til í fataskápnum og losa sig við dót sem maður kemst ekki yfir að nota. Svo finnst mér líka gaman að sjá flíkurnar ōðlast nýtt líf hjá nýjum eigendum.

Nú þegar losnar pláss í fataskápnum hvað er efst á óskalistanum?

Ég hef lengi haft augastað á sjúklega fínni 100% Merino-ullarpeysu og -buxum frá Hildi Yeoman og eyrnalokkum frá Vibe Harsløf. Ég reyni alltaf að kaupa vandaða vōru sem kemur til með að endast og er ekki framleidd við ōmurleg skilyrði bæði fyrir fólkið sem vinnur vōruna heldur líka varðandi náttúruna en fataiðnaður er því miður næstmest mengandi iðnaðurinn á eftir olíuiðnaði.

Verslar þú sjálf á fatamörkuðum eða notuð föt?

Klárlega! Flestir mínir uppáhaldshlutir koma frá fatamōrkuðum eða úr vintage-verslunum. Mér finnst líka mjōg mikilvægt að endurnýta gamalt og reyni alltaf að kaupa sem minnst af fjōldaframleiddum vōrum sem eru framleiddar við bág skilyrði.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? 

Minimal með smá kanti.

Hafrún Alda, Saga Sig. og Krístín Dahl eru meðal þeirra …
Hafrún Alda, Saga Sig. og Krístín Dahl eru meðal þeirra sem ætla að selja fötin sín á Bast-fatamarkaðnum á Loft hosteli.

Eru hinar með með svipaðan fatastíl?

Ég myndi segja að við værum allar með frekar ólíkan stíl, þar af leiðandi ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á laugardaginn.

Hvað ætlar þú að selja á markaðnum?

Ég verð með mjōg mikið af skandinavískri hōnnun eins og til dæmis ACNE, Hope, Rodebjer og Henrik Vibskov, svo verð ég líka með eitthvað af vintage. 

Hvaða flík heldurðu mest upp á sem þú ert að fara að selja?

Ég held ég verði að nefna Rodebjer-jakka sem er alveg ótrúlega fallegur og klassískur en safnar því miður bara ryki inni í skáp hjá mér.

Með Hafrúnu Öldu á markaðnum eru þær Anna Sóley, Eva Dögg, Helga Lilja, Hulda Halldóra, Hulda Katarína, Júlía Tómas, Katrín Alda, Kristín Dahl, Saga Sig og Ylfa Geirs. 

Rodebjer-jakkinn safnar bara ryki inni í skáp hjá Hafrúnu og …
Rodebjer-jakkinn safnar bara ryki inni í skáp hjá Hafrúnu og því ætlar hún að selja hann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál