Tískuslysin voru svo slæm að þau voru góð

Halla Margrét Agnarsdóttir
Halla Margrét Agnarsdóttir mbl/Árni Sæberg

Helga Margrét Agnarsdóttir er 18 ára nýstúdent  frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Útskriftinni fagnaði hún með því að skella sér til Ítalíu í mánuð og svo fer hún beinustu leið í lögfræði við Háskóla Íslands í haust.   

Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl?

Stílinn minn er mjög skemmtilegur og litríkur, sérstaklega bleikar flíkur. Er næstum alltaf fín, líður best þannig og geng oftast í skyrtum eða blússum, kjólum og pilsum. Ég elska að vera í áberandi flíkum.

Uppáhalds flík Helgu er bleikt tútú-pils sem hún keypti þegar ...
Uppáhalds flík Helgu er bleikt tútú-pils sem hún keypti þegar hún var 13 ára. mbl/Árni Sæberg

Hvaða tískutímabil er í mestu uppáhaldi hjá þér?

Uppáhaldstískutímabilið mitt er cirka 1990-2000 tískan. Allt sem gæti passað inn í Spice Girls eða Clueless mun ég fíla.

Hver er uppáhaldsflíkin þín?

Örugglega bleika tútú-pilsið mitt sem ég keypti þegar ég var 13 ára gömul en er samt ennþá jafn flott. Stúdentshúfan frá því í vor er líka í miklu uppáhaldi.

Hver er nýjasta flíkin í fataskápnum þínum?

Ég var að koma heim frá mánaðarlöngu ferðalagi um Ítalíu þar sem ég keypti aðeins of mikið af nýjum og fínum fötum en uppáhaldsnýjungarnir mínar úr ferðinni eru skólataskan sem ég keypti í Marc Jacobs og bleikur gallajakki.

Nýjasta viðbótin í fataskáp Helgu er Michael Kors Bakpoki.
Nýjasta viðbótin í fataskáp Helgu er Michael Kors Bakpoki. mbl/Árni Sæberg

Hver er uppáhaldsverslunin þín á Íslandi?

Maia, Spúútnik, Zara og síðan er ég dugleg að skoða 5.000 króna tilboðið af yfirhöfnum í Gyllta kettinum og að fara í Rauða kross búðirnar og sannfæra mig um að ég sé að styrkja svo gott málefni að það sé allt í lagi að splæsa.

En í útlöndum?

Langlangmesta uppáhaldsbúðin mín til þess að fara í úti í útlöndum er Intimissimi, ég gjörsamlega elska að kaupa falleg nærföt. Annars versla ég oftast bara í þessum venjulegu high-street verslunum, t.d. Zöru, Topshop, Max og co og Urban outfitters. Kíki samt alltaf líka í merkjavörubúðir og leyfi mér einn og einn hlut. Allavega ekki Primark.

Í hvaða borg finnst þér skemmtilegast að versla?

London, alltaf London!

Verslar þú mikið á netinu?

Hehe já.

Hver eru bestu kaup sem þú hefur gert?

Ekta Burberry kápa sem ég keypti á 7.000 kr.

Hvert er mesta tískuslys þitt – ef það er eitthvað?

Mín tískuslys voru eiginlega svo slæm að þau voru góð, en á miðstigi í grunnskóla byrjaði ég að horfa á Gossip girl og reyndi mikið að herma eftir því en það gekk frekar illa. Var alltaf í skyrtum sem ég hafði mjög flegnar og var með litrík bindi við, síðan átti ég spangir í öllum litum með mjög stórri slaufu. Já og að vera með 3D gleraugu án filmanna til að vera með gervigleraugu.

Hér klæðist Helga Chanel gleraugum sínum.
Hér klæðist Helga Chanel gleraugum sínum. mbl/Árni Sæberg

Er eitthvað sem þú myndir aldrei klæðast?

Bláar gallabuxur.

Hver er uppáhaldsaukahluturinn þinn?

Deepa Gurnani-hárböndin mín, Chanel-sólgleraugun mín, skær varalitur og öll litríku veskin mín.

Hvað er helst á óskalistanum þínum núna?

Svo mikið að það er varla hægt að telja það upp.

Ef þú ynnir milljón í happdrætti, hvað myndir þú kaupa í fataskápinn?

Eins mikið og ég gæti frá nýjustu vorlínu Dolce and Gabbana.

Áttu þér tískufyrirmynd?

Cher Horowitz úr clueless, Edie Sedgwick og Iris Apfel.

Deepa Gurnani hárbönd eru í uppáhaldi hjá Helgu.
Deepa Gurnani hárbönd eru í uppáhaldi hjá Helgu. mbl/Árni Sæberg
Helga er hrifin af litríkum handtöskum.
Helga er hrifin af litríkum handtöskum. mbl/Árni Sæberg
mbl.is

Svakalegt skvísuteiti hjá Thelmu

09:00 Thelma Dögg Guðmundsen opnaði vefinn gudmundsen.is í vikunni. Það varð ekki þverfótað fyrir skvísum í boðinu eins og sést á myndunum. Meira »

Þreytt börn sýna allt önnur einkenni

06:00 Sálfræðingurinn Erla Björnsdóttir er sérfróð um svefnvandamál, en í ár gaf hún út fræðsluritið Svefn. Að auki er Erla fjögurra barna móðir og hefur því einu sinni eða tvisvar þurft að eiga við börn sem vilja alls ekki fara í bólið. Meira »

Þetta er meðallengd kynlífs

Í gær, 23:59 Það er ekki endilega þannig að allir aðrir stundi lengra og meira kynlíf en þú. Segja má að flestir stundi kynlíf í frekar stuttan tíma. Meira »

Þegar milljarðamæringur giftir sig

Í gær, 21:00 Þegar einstaklingur sem hugsar um að hafa myndir fullkomnar giftist syni rússnesks milljarðamærings enda skreytingarnar með ósköpum. Meira »

Náttúruleg efni fá að njóta sín

Í gær, 18:00 Hér gefur að líta einstaklega fallegt hús þar sem náttúruleg efni fá að njóta sín og kallast skemmtilega á við litrík húsgögn. Meira »

„Ég var alveg í ruglinu“

Í gær, 15:00 Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson stýrir þættinum Turninn á K100. Í þættinum opnaði hann sig upp á gátt en hann hefur barist við kvíða um langt skeið. Í þessu hljóðbroti segir Ólafur Darri frá því hvernig hann náði tökum á kvíðanum. Meira »

Megrunarhlé besta megrunin

í gær Ef megrunin sem þú ert í er ekki að virka gæti það verið vegna þess að þú ert ekki að taka þér frí frá megruninni.   Meira »

Kolsvört sykurskýrsla

Í gær, 12:00 „Þorgrímur Þráinsson náði frábærum árangri á sínum tíma þegar hann gekk vasklega fram gegn reykingum landsmanna. Auglýsingar og áróður gegn sígaréttum voru beinskeyttar og kannski þótti mörgum vera alið á hræðsluáróðri en nú vitum við að sígarettureykingar eru alveg jafn hræðilegar og haldið var fram.“ Meira »

Heillandi piparsveinaíbúð í 101

í gær Magnús Júlíusson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar og stundakennari við Háskólann í Reykjavík, býr í afar smekklegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Magnús er einhleypur og flutti í íbúðina síðasta sumar. Það sem heillaði hann var þessi mikla lofthæð og guðdómlega útsýnið yfir miðbæ Reykjavíkur. Meira »

Stutt og flegið í fæðingarorlofinu

í fyrradag Beyoncé er ekki bara heima í jogging-gallanum í fæðingarorlofinu. Hún er dugleg að skvísa sig upp og sýna línurnar.   Meira »

Hvernig eldhúsbekk á ég að fá mér?

í fyrradag „Mig langar svo í eldhúsbekk í eldhúskrókinn – en ég finn ekkert sem mér finnst sniðugt þó að plássið sé í raun drjúgt.“   Meira »

Góðgerlar hafa áhrif á líkamsþyngdina

í fyrradag „Alejandro Junger segir mikilvægt að hreinsa ristilinn vel og endurnýja svo flóruna með góðgerlum, til að byggja upp nýja og öflugri þarmaflóru. Hann segir hana ekki bara hafa áhrif á betri meltingu, heldur draga úr fæðuofnæmi og efla ónæmiskerfið – en jafnframt að heilbrigð þarmaflóða skipti miklu máli ef við viljum halda meðalþyngd á líkamanum.“ Meira »

Sólveig kokkar í hringlaga eldhúsi

í fyrradag Sólveig Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Culiacan, er með ansi flott eldhús heima hjá sér í Hrauntungu í Kópavogi. Eldhúsið er hringlaga. Meira »

Ekki þverfótað fyrir glæsikonum

21.9. Gleðin var við völd þegar Erna Gísladóttir eigandi Snyrtistofunnar á Garðatorgi hélt teiti í tilefni af stækkun stofunnar. Í boðinu varð ekki þverfótað fyrir glæsilegum konum. Meira »

Andlitsfallið kemur upp um kynhegðun þína

20.9. Hvað segir andlitið um kynhvötina þína? Þeir sem eru með kassalagað andlit hafa til dæmis tilhneigingu til að hafa sterka kynhvöt. Meira »

Kidman tók Sigmund Davíð á þetta

20.9. Nicole Kidman mætti í ósamstæðum skóm á Emmy-verðlaunahátíðina. Það þykir víst í lagi enda mætti Sigmundur Davíð þannig skóaður þegar hann hitti Barrack Obama. Meira »

Saga Garðars og Snorri eiga von á barni

21.9. Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason eru að fara að takast á við nýtt hlutverk innan skamms en þau eiga von á sínu fyrsta barni. Meira »

10 óþolandi hlutir sem fólk gerir í ræktinni

21.9. Ert þú einn af þeim sem gengur aldrei frá lóðunum eða ráfar um búningsklefann á sprellanum? Þá gæti verið að þú værir í ónáð hjá nokkuð mörgum. Meira »

Brosti til baka þegar fólkið hló að henni

20.9. Í fyrsta sinn sem Jacqueline Adan klæddist sundbol í langan tíma var hlegið að henni. Adan er hætt að láta aðra hafa áhrif á það hvernig hún lífir lífinu. Meira »

Mættu allar fyrir tilviljun í eins kjólum

20.9. Þær voru ekki brúðarmeyjar og það var ekki samantekið ráð hjá sex konum að mæta eins klæddar í brúðkaup.   Meira »
Meira píla