Tískuslysin voru svo slæm að þau voru góð

Halla Margrét Agnarsdóttir
Halla Margrét Agnarsdóttir mbl/Árni Sæberg

Helga Margrét Agnarsdóttir er 18 ára nýstúdent  frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Útskriftinni fagnaði hún með því að skella sér til Ítalíu í mánuð og svo fer hún beinustu leið í lögfræði við Háskóla Íslands í haust.   

Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl?

Stílinn minn er mjög skemmtilegur og litríkur, sérstaklega bleikar flíkur. Er næstum alltaf fín, líður best þannig og geng oftast í skyrtum eða blússum, kjólum og pilsum. Ég elska að vera í áberandi flíkum.

Uppáhalds flík Helgu er bleikt tútú-pils sem hún keypti þegar …
Uppáhalds flík Helgu er bleikt tútú-pils sem hún keypti þegar hún var 13 ára. mbl/Árni Sæberg

Hvaða tískutímabil er í mestu uppáhaldi hjá þér?

Uppáhaldstískutímabilið mitt er cirka 1990-2000 tískan. Allt sem gæti passað inn í Spice Girls eða Clueless mun ég fíla.

Hver er uppáhaldsflíkin þín?

Örugglega bleika tútú-pilsið mitt sem ég keypti þegar ég var 13 ára gömul en er samt ennþá jafn flott. Stúdentshúfan frá því í vor er líka í miklu uppáhaldi.

Hver er nýjasta flíkin í fataskápnum þínum?

Ég var að koma heim frá mánaðarlöngu ferðalagi um Ítalíu þar sem ég keypti aðeins of mikið af nýjum og fínum fötum en uppáhaldsnýjungarnir mínar úr ferðinni eru skólataskan sem ég keypti í Marc Jacobs og bleikur gallajakki.

Nýjasta viðbótin í fataskáp Helgu er Michael Kors Bakpoki.
Nýjasta viðbótin í fataskáp Helgu er Michael Kors Bakpoki. mbl/Árni Sæberg

Hver er uppáhaldsverslunin þín á Íslandi?

Maia, Spúútnik, Zara og síðan er ég dugleg að skoða 5.000 króna tilboðið af yfirhöfnum í Gyllta kettinum og að fara í Rauða kross búðirnar og sannfæra mig um að ég sé að styrkja svo gott málefni að það sé allt í lagi að splæsa.

En í útlöndum?

Langlangmesta uppáhaldsbúðin mín til þess að fara í úti í útlöndum er Intimissimi, ég gjörsamlega elska að kaupa falleg nærföt. Annars versla ég oftast bara í þessum venjulegu high-street verslunum, t.d. Zöru, Topshop, Max og co og Urban outfitters. Kíki samt alltaf líka í merkjavörubúðir og leyfi mér einn og einn hlut. Allavega ekki Primark.

Í hvaða borg finnst þér skemmtilegast að versla?

London, alltaf London!

Verslar þú mikið á netinu?

Hehe já.

Hver eru bestu kaup sem þú hefur gert?

Ekta Burberry kápa sem ég keypti á 7.000 kr.

Hvert er mesta tískuslys þitt – ef það er eitthvað?

Mín tískuslys voru eiginlega svo slæm að þau voru góð, en á miðstigi í grunnskóla byrjaði ég að horfa á Gossip girl og reyndi mikið að herma eftir því en það gekk frekar illa. Var alltaf í skyrtum sem ég hafði mjög flegnar og var með litrík bindi við, síðan átti ég spangir í öllum litum með mjög stórri slaufu. Já og að vera með 3D gleraugu án filmanna til að vera með gervigleraugu.

Hér klæðist Helga Chanel gleraugum sínum.
Hér klæðist Helga Chanel gleraugum sínum. mbl/Árni Sæberg

Er eitthvað sem þú myndir aldrei klæðast?

Bláar gallabuxur.

Hver er uppáhaldsaukahluturinn þinn?

Deepa Gurnani-hárböndin mín, Chanel-sólgleraugun mín, skær varalitur og öll litríku veskin mín.

Hvað er helst á óskalistanum þínum núna?

Svo mikið að það er varla hægt að telja það upp.

Ef þú ynnir milljón í happdrætti, hvað myndir þú kaupa í fataskápinn?

Eins mikið og ég gæti frá nýjustu vorlínu Dolce and Gabbana.

Áttu þér tískufyrirmynd?

Cher Horowitz úr clueless, Edie Sedgwick og Iris Apfel.

Deepa Gurnani hárbönd eru í uppáhaldi hjá Helgu.
Deepa Gurnani hárbönd eru í uppáhaldi hjá Helgu. mbl/Árni Sæberg
Helga er hrifin af litríkum handtöskum.
Helga er hrifin af litríkum handtöskum. mbl/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál