Tískuslysin voru svo slæm að þau voru góð

Halla Margrét Agnarsdóttir
Halla Margrét Agnarsdóttir mbl/Árni Sæberg

Helga Margrét Agnarsdóttir er 18 ára nýstúdent  frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Útskriftinni fagnaði hún með því að skella sér til Ítalíu í mánuð og svo fer hún beinustu leið í lögfræði við Háskóla Íslands í haust.   

Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl?

Stílinn minn er mjög skemmtilegur og litríkur, sérstaklega bleikar flíkur. Er næstum alltaf fín, líður best þannig og geng oftast í skyrtum eða blússum, kjólum og pilsum. Ég elska að vera í áberandi flíkum.

Uppáhalds flík Helgu er bleikt tútú-pils sem hún keypti þegar ...
Uppáhalds flík Helgu er bleikt tútú-pils sem hún keypti þegar hún var 13 ára. mbl/Árni Sæberg

Hvaða tískutímabil er í mestu uppáhaldi hjá þér?

Uppáhaldstískutímabilið mitt er cirka 1990-2000 tískan. Allt sem gæti passað inn í Spice Girls eða Clueless mun ég fíla.

Hver er uppáhaldsflíkin þín?

Örugglega bleika tútú-pilsið mitt sem ég keypti þegar ég var 13 ára gömul en er samt ennþá jafn flott. Stúdentshúfan frá því í vor er líka í miklu uppáhaldi.

Hver er nýjasta flíkin í fataskápnum þínum?

Ég var að koma heim frá mánaðarlöngu ferðalagi um Ítalíu þar sem ég keypti aðeins of mikið af nýjum og fínum fötum en uppáhaldsnýjungarnir mínar úr ferðinni eru skólataskan sem ég keypti í Marc Jacobs og bleikur gallajakki.

Nýjasta viðbótin í fataskáp Helgu er Michael Kors Bakpoki.
Nýjasta viðbótin í fataskáp Helgu er Michael Kors Bakpoki. mbl/Árni Sæberg

Hver er uppáhaldsverslunin þín á Íslandi?

Maia, Spúútnik, Zara og síðan er ég dugleg að skoða 5.000 króna tilboðið af yfirhöfnum í Gyllta kettinum og að fara í Rauða kross búðirnar og sannfæra mig um að ég sé að styrkja svo gott málefni að það sé allt í lagi að splæsa.

En í útlöndum?

Langlangmesta uppáhaldsbúðin mín til þess að fara í úti í útlöndum er Intimissimi, ég gjörsamlega elska að kaupa falleg nærföt. Annars versla ég oftast bara í þessum venjulegu high-street verslunum, t.d. Zöru, Topshop, Max og co og Urban outfitters. Kíki samt alltaf líka í merkjavörubúðir og leyfi mér einn og einn hlut. Allavega ekki Primark.

Í hvaða borg finnst þér skemmtilegast að versla?

London, alltaf London!

Verslar þú mikið á netinu?

Hehe já.

Hver eru bestu kaup sem þú hefur gert?

Ekta Burberry kápa sem ég keypti á 7.000 kr.

Hvert er mesta tískuslys þitt – ef það er eitthvað?

Mín tískuslys voru eiginlega svo slæm að þau voru góð, en á miðstigi í grunnskóla byrjaði ég að horfa á Gossip girl og reyndi mikið að herma eftir því en það gekk frekar illa. Var alltaf í skyrtum sem ég hafði mjög flegnar og var með litrík bindi við, síðan átti ég spangir í öllum litum með mjög stórri slaufu. Já og að vera með 3D gleraugu án filmanna til að vera með gervigleraugu.

Hér klæðist Helga Chanel gleraugum sínum.
Hér klæðist Helga Chanel gleraugum sínum. mbl/Árni Sæberg

Er eitthvað sem þú myndir aldrei klæðast?

Bláar gallabuxur.

Hver er uppáhaldsaukahluturinn þinn?

Deepa Gurnani-hárböndin mín, Chanel-sólgleraugun mín, skær varalitur og öll litríku veskin mín.

Hvað er helst á óskalistanum þínum núna?

Svo mikið að það er varla hægt að telja það upp.

Ef þú ynnir milljón í happdrætti, hvað myndir þú kaupa í fataskápinn?

Eins mikið og ég gæti frá nýjustu vorlínu Dolce and Gabbana.

Áttu þér tískufyrirmynd?

Cher Horowitz úr clueless, Edie Sedgwick og Iris Apfel.

Deepa Gurnani hárbönd eru í uppáhaldi hjá Helgu.
Deepa Gurnani hárbönd eru í uppáhaldi hjá Helgu. mbl/Árni Sæberg
Helga er hrifin af litríkum handtöskum.
Helga er hrifin af litríkum handtöskum. mbl/Árni Sæberg
mbl.is

Hefur ekki klippt á sér hárið í 14 ár

06:00 Hárið á Dariu Gubanovu nær henni nærri því niður á ökkla. En Gubanova hætti að klippa hárið í veðmáli þegar hún var 13 ára. Meira »

Reiknaðu út hversu mikið kynlíf þú stundar

Í gær, 22:00 Fólk veltir því oft fyrir sér hvort það sé að stunda meira eða minna kynlíf en aðrir. Með nýrri reiknivél getur þú slegið inn aldur þinn, hversu oft þú stundar kynlíf og með hverjum og fundið út hvar þú stendur. Meira »

Fékk sér tattú af nafni Fanndísar

Í gær, 17:30 Orri Einarsson, framleiðslustjóri Áttunnar, skellti sér á húðflúrstofu í Brussel í gær og fékk sér húðflúr með nafni Fanndísar Friðriksdóttur landsliðskonu. Meira »

Atli Fannar orðinn faðir

Í gær, 15:50 Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason og flugfreyjan Lilja Kristjánsdóttir eignuðust dreng á dögunum.   Meira »

Bjór-jóga æði gengur yfir heiminn

Í gær, 15:00 Svokallaðir bjór-jóga tímar hafa verið að spretta upp um allan heim upp á síðkastið þar sem bjórdrykkja er sameinuð við jógaæfingar. Meira »

Treyjur Gylfa boðnar upp fyrir Darra litla

Í gær, 15:00 Darri Magnússon er eins og hálfs árs gamall drengur sem glímir við bráðahvítblæði. Gamlir skólafélagar föður hans ætla að halda styrktarkvöld fyrir fjölskylduna í tilefni 20 ára útskriftarafmælis úr Foldaskóla. Meira »

Missti 57 kíló og lykillinn var einfaldur

Í gær, 09:00 Á aðeins einu og hálfu ári missti Franny 57 kíló. Hún notar gamlar myndir af sér til þess að hvetja sig áfram.   Meira »

Hillurnar sem allir eiga

Í gær, 12:00 Það er ekki sama hvernig raðað er í hillur. En nú þykir ekkert fínna en að eiga fallega hvítar hillur með plöntum, myndum og sérvöldum bókum sem liggja í hillunum. Meira »

Drew Barrymore er snyrtivörufíkill

í gær Leikkonan Drew Barrymore á veglegt safn af snyrtivörum enda lýsir hún sjálfri sér sem snyrtivörufíkli.   Meira »

Merki fyrir konur í yfirstærð á NYFW

í fyrradag Tískuhúsið Torrid verður fyrsta merkið fyrir konur í yfirstærð sem sýnir hönnun sína á tískuvikunni í New York.   Meira »

Sjö ráð fyrir betra kynlíf

í fyrradag Bandaríska lífsstílstímaritið Brother tók saman nokkrar rannsakaðar staðreyndir sem gera kynlífið betra.   Meira »

Óli Stef og Kristín selja slotið

í fyrradag Á Sjafnargötu í miðbæ Reykjavíkur stendur stórglæsilegt einbýlishús í eigu handboltastjörnunnar Ólafs Stefánssonar og konu hans Kristínar Soffíu Þorsteinsdóttur. Meira »

Fangelsi breytt í lúxushótel

í fyrradag Það eru ekki margir sem geta ímyndað sér að borga tugi þúsunda króna til þess að gista í fangelsi yfir nótt. Samt sem áður hefur fangelsum út um allan heim verið breytt í falleg lúxushótel sem fólk keppist um að fá að gista í. Meira »

Breytir þegar maðurinn er ekki heima

í fyrradag Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, á undursamlega fallegt heimili í Kópavogi þar sem speglar og annað fínerí fær að njóta sín. Meira »

Fyrrverandi kærastinn eftirsóttari

24.7. „Út á við er ég alltaf róleg, jafnvel þegar ég sé hann í sleik við einhverjar aðrar stelpur beint fyrir framan nefið á mér. En inni í mér er ég öskureið.“ Meira »

Ávanar nískra milljarðamæringa

24.7. Bill Gates lætur sér nægja að ganga með úr sem kostaði þúsundkall og Mark Zuckerberg keyrir um á þriggja milljóna króna Golf. Nægjusemin getur gert þig ríkan. Meira »

Stjörnurnar hafa tjáð sig um fósturmissi

í fyrradag Fósturmissir er oft eitthvað sem fólk talar ekki mikið um en þó eru nokkrar stjörnur sem hafa tjáð sig málefnið og sagt frá sinni reynslu. Meira »

Morgunmatur á dag veldur þyngdartapi

25.7. Ef þig langar að losa þig við aukakílóin er lykillinn fólginn í því hversu stórar máltíðir þú borðar og hvenær þú borðar þær samkvæmt nýjustu rannsóknum. Meira »

Arna Ýr aftur í fegurðarsamkeppni

24.7. Eftir að athugasemdir um holdafar hennar í Miss Grand International sátu í henni í nokkra mánuði hefur Arna Ýr ákveðið að taka aftur þátt í fegurðarsamkeppni í ár. Meira »

„Seinnipart dags breytist ég í sukkara“

24.7. Edda Björgvins hefur verið dugleg að stunda jóga upp á síðkastið sem hún segir það besta sem hún hefur gert fyrir sjálfa sig. Meira »