Tískuslysin voru svo slæm að þau voru góð

Halla Margrét Agnarsdóttir
Halla Margrét Agnarsdóttir mbl/Árni Sæberg

Helga Margrét Agnarsdóttir er 18 ára nýstúdent  frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Útskriftinni fagnaði hún með því að skella sér til Ítalíu í mánuð og svo fer hún beinustu leið í lögfræði við Háskóla Íslands í haust.   

Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl?

Stílinn minn er mjög skemmtilegur og litríkur, sérstaklega bleikar flíkur. Er næstum alltaf fín, líður best þannig og geng oftast í skyrtum eða blússum, kjólum og pilsum. Ég elska að vera í áberandi flíkum.

Uppáhalds flík Helgu er bleikt tútú-pils sem hún keypti þegar ...
Uppáhalds flík Helgu er bleikt tútú-pils sem hún keypti þegar hún var 13 ára. mbl/Árni Sæberg

Hvaða tískutímabil er í mestu uppáhaldi hjá þér?

Uppáhaldstískutímabilið mitt er cirka 1990-2000 tískan. Allt sem gæti passað inn í Spice Girls eða Clueless mun ég fíla.

Hver er uppáhaldsflíkin þín?

Örugglega bleika tútú-pilsið mitt sem ég keypti þegar ég var 13 ára gömul en er samt ennþá jafn flott. Stúdentshúfan frá því í vor er líka í miklu uppáhaldi.

Hver er nýjasta flíkin í fataskápnum þínum?

Ég var að koma heim frá mánaðarlöngu ferðalagi um Ítalíu þar sem ég keypti aðeins of mikið af nýjum og fínum fötum en uppáhaldsnýjungarnir mínar úr ferðinni eru skólataskan sem ég keypti í Marc Jacobs og bleikur gallajakki.

Nýjasta viðbótin í fataskáp Helgu er Michael Kors Bakpoki.
Nýjasta viðbótin í fataskáp Helgu er Michael Kors Bakpoki. mbl/Árni Sæberg

Hver er uppáhaldsverslunin þín á Íslandi?

Maia, Spúútnik, Zara og síðan er ég dugleg að skoða 5.000 króna tilboðið af yfirhöfnum í Gyllta kettinum og að fara í Rauða kross búðirnar og sannfæra mig um að ég sé að styrkja svo gott málefni að það sé allt í lagi að splæsa.

En í útlöndum?

Langlangmesta uppáhaldsbúðin mín til þess að fara í úti í útlöndum er Intimissimi, ég gjörsamlega elska að kaupa falleg nærföt. Annars versla ég oftast bara í þessum venjulegu high-street verslunum, t.d. Zöru, Topshop, Max og co og Urban outfitters. Kíki samt alltaf líka í merkjavörubúðir og leyfi mér einn og einn hlut. Allavega ekki Primark.

Í hvaða borg finnst þér skemmtilegast að versla?

London, alltaf London!

Verslar þú mikið á netinu?

Hehe já.

Hver eru bestu kaup sem þú hefur gert?

Ekta Burberry kápa sem ég keypti á 7.000 kr.

Hvert er mesta tískuslys þitt – ef það er eitthvað?

Mín tískuslys voru eiginlega svo slæm að þau voru góð, en á miðstigi í grunnskóla byrjaði ég að horfa á Gossip girl og reyndi mikið að herma eftir því en það gekk frekar illa. Var alltaf í skyrtum sem ég hafði mjög flegnar og var með litrík bindi við, síðan átti ég spangir í öllum litum með mjög stórri slaufu. Já og að vera með 3D gleraugu án filmanna til að vera með gervigleraugu.

Hér klæðist Helga Chanel gleraugum sínum.
Hér klæðist Helga Chanel gleraugum sínum. mbl/Árni Sæberg

Er eitthvað sem þú myndir aldrei klæðast?

Bláar gallabuxur.

Hver er uppáhaldsaukahluturinn þinn?

Deepa Gurnani-hárböndin mín, Chanel-sólgleraugun mín, skær varalitur og öll litríku veskin mín.

Hvað er helst á óskalistanum þínum núna?

Svo mikið að það er varla hægt að telja það upp.

Ef þú ynnir milljón í happdrætti, hvað myndir þú kaupa í fataskápinn?

Eins mikið og ég gæti frá nýjustu vorlínu Dolce and Gabbana.

Áttu þér tískufyrirmynd?

Cher Horowitz úr clueless, Edie Sedgwick og Iris Apfel.

Deepa Gurnani hárbönd eru í uppáhaldi hjá Helgu.
Deepa Gurnani hárbönd eru í uppáhaldi hjá Helgu. mbl/Árni Sæberg
Helga er hrifin af litríkum handtöskum.
Helga er hrifin af litríkum handtöskum. mbl/Árni Sæberg
mbl.is

Dragðu fram ljómann

08:00 Það sem einkennir góðar snyrtivörur er að þær nái að draga fram það besta í andliti konunnar. Þetta vita eigendur BECCA sem er splunkunýtt snyrtivörumerki hér á landi. Meira »

Jessica Biel með fimm sekúndna hártrix

Í gær, 23:59 Leikkonan Jessica Biel veit að það þarf ekki að vera með stífa hárgreiðslu til þess að líta vel út. Fylgihlutir geta heldur betur bjargað málunum. Meira »

Er gift manni en er ástfangin af konu

Í gær, 21:00 „Það endaði með því að við stunduðum kynlíf í bílnum og við höfum verið að hittast síðan þá. Við stundum frábært kynlíf en það er meira en það, við erum ástfangnar.“ Meira »

Níu atriði sem gera þig aðlaðandi

Í gær, 18:00 Byrjaðu kvöldið með ljóta fólkinu svo þú lítir betur út þegar þú ert borin saman við hina. Þetta er reyndar bara eitt ráð af mörgum til þess að láta þig líta út fyrir að vera meira aðlaðandi. Meira »

Fimm á dag ekki nóg fyrir frú Trump

Í gær, 15:00 Melania Trump er þekkt fyrir gæsilega framkomu enda fyrrverandi fyrirsæta. Forsetafrúin passar hvað hún setur ofan í sig og er ekki hrifin af tískumegrunarkúrum. Meira »

Á allt of mikið af snyrtivörum

Í gær, 12:00 Tónlistarkonan Svala Björgvins er þekkt fyrir líflegan stíl og litríka förðun. Það er því ekki úr vegi að fá að forvitnast aðeins um förðunarrútínuna hennar. Meira »

Sambandsráð úr Hollywood

í gær Þó svo að flest hjónabönd í draumaborginni Hollywood endist illa þá eru sum sambönd sem virðast sterk og innileg. Stjörnurnar gáfu nokkur ráð sem nýtast pörum hvar í heiminum sem er. Meira »

Baráttan við ellina, hvað er til ráða?

í gær Það er aldrei of seint að fara hugsa um húðina því hún er jú stærsta líffærið okkar. Húðin þarf umhyggju og rétta meðhöndlun. Þegar við eldumst verða þarfirnar aðrar og taka þarf mið af því þegar húðvörur eru valdar. Meira »

Kate Moss notar engin leynitrix

í fyrradag Ofurfyrirsætan Kate Moss er byrjuð að hugsa betur um sjálfa sig enda byrjuð að eldast, orðin 43 ára gömul kona. Svo virðist sem Moss hafi ekki beitt neinum galdrabrögðum til að líta vel út þegar hún var á hátindi ferils síns. Meira »

Birkin-töskur í tugatali í töskuherberginu

í fyrradag Kylie Jenner er bara tvítug en þrátt fyrir það á hún ekki bara fataherbergi heldur líka töskuherbergi. Á meðan margar konur eiga eina uppáhaldstösku getur Jenner skipt oftar um töskur en nærbuxur. Meira »

Fagnaði ákaft á Kaffibarnum

í fyrradag Börkur Gunnarsson var að gefa út bókina Þeir og er hún númer tvö í þríleik. Fyrsta bókin í þessum þríleik heitir Hann.   Meira »

Ljótustu skópör allra tíma

í fyrradag Sumir skór eru einfaldlega svo ljótir að ótrúlegt er að einhver skuli hafa haft hugmyndaflug til að hanna þá.   Meira »

Berglind með gott partí

í fyrradag Matarbloggarinn og hjúkrunarfræðingurinn Berglind Guðmundsdóttir hélt glæsilegt teiti í gær vegna útkomu bókarinnar Gulur, rauður, grænn og salt. Meira »

Jólapartí Stellu á Hverfisbarnum

18.11. Stella Artois hélt sitt árlega jólapartí á dögunum en það var haldið til að fagna hátíðarútgáfu Stella Artois í 750 ml flösku. Teitið var haldið á Hverfisbarnum og var afar vel mætt. Meira »

Hallgrímur og Agla fögnuðu Fuglum

17.11. Íslenskir fuglar eru í forgrunni í bókinni Fuglar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygering. Henni var fagnað ákaft í sal Grafíkfélagsins við Tryggvagötu í gærkvöldi. Meira »

Arnar og Jón kunna að halda partí

17.11. Veitingastaðurinn Library opnaði á dögunum í Keflavík. Af því tilefni var blásið til teitis á staðnum sjálfum og var aldeilis stuð og stemning. Arnar Gauti Sverrisson og Jón Gunnar Geirdal sáu um að breyta staðnum, búa til nýjan matseðil og hönnuður stemningu sem þykir ákaflega eftirsóknarverð. Meira »

„Það má alltaf bæta í safnið“

18.11. Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir er með fágaðan smekk og hefur mikið dálæti á fallegum töskum. Það er því ekki úr vegi að fá að forvitnast aðeins um herlegheitin, en Lína Birgitta sat fyrir svörum. Meira »

Hélt fram hjá með vinkonu kærustunnar

17.11. „Hún hallaði sér að mér og kyssti mig um leið og við komum inn. Eitt leiddi af öðru og við enduðum á því að stunda kynlíf. Ég fór heim eftir það og sá strax eftir því sem ég hafði gert.“ Meira »

Rúnar og Guðrún eignuðust son

17.11. Rúnar Freyr Gíslason og Guðrún Jóna Stefánsdóttur eignuðust son í nótt. Sonurinn er barn númer sex í barnahópnum.   Meira »

Stuð á kvennakvöldi Ellingsen

17.11. Það var stemning úti á Granda þegar Ellingsen hélt konukvöld í gær. Dj Sóley og Dj Dóra sáu um tónlistina. Svo var fantafínn afsláttur og var hann nýttur til fulls. Meira »