Í sérsniðnum Dior-brúðarkjól

Kjóll brúðarinnar var hannaður með brúðarkjól Grace Kelly frá 1956 …
Kjóll brúðarinnar var hannaður með brúðarkjól Grace Kelly frá 1956 í huga. Ljósmynd/Patrick Demarchelier

Ofurfyrirsætan Miranda Kerr gekk að eiga manninn á bak við Snapchat, Evan Spiegel, í lok maí við innilega athöfn þar sem aðeins nánustu aðstandendum var boðið.

Brúðurin klæddist stórfenglegum og sérsniðnum brúðarkjól frá Dior en hann var hannaður með brúðarkjól Grace Kelly í huga.

Í viðtali við Vogue sagðist Kerr ekki getað ímyndað sér fallegri brúðarkjól en hún bað yfirhönnuð Dior um kjól sem vekur tilfinningar um hreinleika og dulúð. 

„Ég held að allar stelpur dreymi um að klæðast Dior þegar þær gifta sig,“ sagði hún. 

Brúðguminn og sonur brúðhjónanna klæddust sérsniðnum jakkafötum einnig frá Dior.

Athöfnin var haldin heima hjá brúðhjónunum í Brentwood í Kaliforníu en gestum brúðkaupsins var stranglega bannað að birta myndir af veislunni á netinu. 

Miranda Kerr ásamt yfirhönnuði Dior, Maria Grazia Chiuri.
Miranda Kerr ásamt yfirhönnuði Dior, Maria Grazia Chiuri. Ljósmynd/Patrick Demarchelier
Brúðhjónin nýbökuðu.
Brúðhjónin nýbökuðu. Ljósmynd/Patrick Demarchelier
Grace Kelly í brúðarkjól sínum árið 1956.
Grace Kelly í brúðarkjól sínum árið 1956. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál