Fimm sniðugir ferðafélagar í sumar

ljósmynd/Aðsend

Hugrún Haraldsdóttir förðunarfræðingur er með puttann á púlsinum þegar kemur að förðunarvörum, en hún veit einnig upp á hár hvernig má komast af með fáar vörur þegar pakka þarf fyrir fríið. Hugrún valdi fimm vörur sem að hennar mati eru ómissandi í snyrtibudduna í sumar. 

Þegar ferðalag er í vændum er gott að pakka fáum hlutum og hafa eins og eina snyrtitösku meðferðis sem inniheldur allar nauðsynjar. Ferðalag er tíminn til að mála sig sem minnst og hugsa frekar um velferð húðarinnar og heilbrigði. Jæja, nú skulum við pakka,“ segir Hugrún hress í bragði, spurð að því hvaða vörur hún myndi taka með sér í fríið.

„Þegar maður er búinn að sitja lengi í bíl, eða flugvél, er sérlega gott að vera með hreinsiklúta á sér. Bæði til að renna yfir andlit og hendur, en gott er að notast við klúta sem gefa húðinni næringu. Kale Fix-púðarnir innihalda meðal annars grænkál, sem er algjör ofurfæða, en það er afar nærandi fyrir húðina,“ bætir Hugrún við.

„Hetja fjölskyldunnar fer því næst ofan í budduna, en það er 8 Hour-kremið frá Elizabeth Arden. Þetta er sannkallað galdrakrem sem græðir, nærir og er svarið við öllu. Faðirinn í kvikmyndinni My Big Fat Greek Wedding notaði Windex á allt, en það getur þú einnig með 8 Hour-kreminu,“ segir Hugrún og kímir.

„Stórstjarna þessarar snyrtibuddu er síðan Super Lips-varasalvinn frá Guerlain, en hann endist á vörunum allan daginn og heldur þeim nærðum og þéttum. Hann ilmar meðal annars af bergamot-ávexti sem veitir manni ró. Varasalvann er einnig hægt að nota sem maska, en þá setur maður á sig þykkara lag og hefur hann á í 10 til 15 mínútur og skrúbbar svo af með þvottapoka eða bursta, það er einnig yndislegt að sofa með hann,“ játar Hugrún og bætir við að einnig sé nauðsynlegt að pakka með sér einhvers konar rakagjafa fyrir húðina.

„Húðin verður yfirleitt fyrir rakatapi í mikilli loftræstingu, svo sem í bílum eða í flugvélum. Þá er gott að hafa með sér einhvers konar „rakabúst“ í spreyformi, en þá getur maður alltaf fyllt á tankinn. Elizabeth Arden sendi nýverið frá sér 8 Hour Miracle Hydrating Mist, rakasprey fyrir þyrsta og þreytta húð. Spreyið vekur húðina, en það inniheldur blöndu af engifer, bergamot-ávexti og fersku tei sem kælir, bætir ástand húðar og veitir henni raka. Þetta er snilld,“ bætir Hugrún við.

„Þegar komið er á áfangastað er gott að endurhlaða batteríin, núllstilla sig og dekra við sig fyrir svefninn. Eftir langþráða sturtu er því frábært að bera á sig Hydra Beauty-maskann frá Chanel. Hann gefur ekki bara raka, heldur hjálpar til við að halda jafnvægi á rakastigi húðarinnar. Hinn fullkomni ferðafélagi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál