Merki fyrir konur í yfirstærð á NYFW

Torrid er fyrsta tískuverslun fyrir konur í yfirstærð sem verður …
Torrid er fyrsta tískuverslun fyrir konur í yfirstærð sem verður sýnd á tískuvikunni í New York. skjáskot/Torrid

Spennan magnast fyrir tískuvikuna í New York sem nálgast óðfluga en hún er haldin í september og febrúar á hverju ári. Þó svo að við getum öll búist við að sjá nýjustu hönnun eftir þessa klassísku hönnuði eins og Christian Dior, Chanel og fleiri þá er skemmtilegt nýtt nafn á listanum yfir hönnuði. Tískuhúsið Torrid verður fyrsta merkið fyrir konur í yfirstærð sem sýnir hönnun sína á tískuvikunni í New York. 

Tískusýning Torrid verður 12. september og munu fyrirsætur sýna 40 múnderingar frá haustlínu merkisins. Merkið er hannað fyrir stærðir 40 og upp í 60 og hafa áunnið sér sinn réttmætan stað á tískuvikunni sem er mjög hvetjandi fyrir önnur svipuð fyrirtæki.

Á tískuvikunni í fyrra gengu alls 27 fyrirsætur í yfirstærð niður sýningarpallana sem er það mesta í sögu viðburðarins. 

Þessi fallegi kjóll kostar aðeins um 5.000 íslenskar krónur á …
Þessi fallegi kjóll kostar aðeins um 5.000 íslenskar krónur á Torrid. skjáskot/Torrid
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál