Stoltar íslenskar konur ræða líkamsfegurð

Helga Nína myndaði flottar íslenskar konur í heitum laugum.
Helga Nína myndaði flottar íslenskar konur í heitum laugum. skjáskot/Refinery29.com

Íslenski ljósmyndarinn Helga Nína Aas gerði áhugaverða umfjöllun á Refinery29 um íslenskar konur og hugmyndir þeirra um líkama kvenna. En Helga Nína tók myndir af nokkrum konum í heitum laugum. 

Konurnar eiga það sameiginlegt að vera stoltar af líkama sínum. Þær ræða um líkamann og tala meðal annars um kosti sína, hvað hefur verið sagt um þær og hvaða viðhorf þær bera til líkama annarra kvenna. 

Á meðal viðfangsefna Helgu Nínu var ljósmyndarinn Ellen, 34 ára. En hún segist reyna að hugsa ekki of mikið um það sem aðrir segja um hana sérstaklega ef það er neikvætt. Hún tekur aldrinum vel og hugsar um ör og slit eins og minjagripi. Hvað varðar aðrar konur reynir hún að tala ekki um líkama þeirra. „Við erum í öllum stærðum og gerðum og það gerir okkur sérstakar,“ segir Ellen meðal annars við Helgu Nínu. 

Hér má skoða greinina í heild sinni. 

skjáskot/Refinery29.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál