Staðfestir að hann hafi fengið H&M kassa

Jóhannes Haukur fékk vissulega boðskort frá H&M.
Jóhannes Haukur fékk vissulega boðskort frá H&M. mynd/samsett

Um fátt annað hefur verið talað um síðustu tvo daga en svokallaða H&M kassa sem margir íslenskir áhrifavaldar fengu í pósti. En í kassanum var boðskort í opnunarpartí H&M á Íslandi sem veitir meðal annars 20% afslátt í versluninni þennan dag.

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannsson greindi frá því að Facebook að hann hafði fengið boðskassa en hann vill koma í veg fyrir þann misskilning að honum hafi ekki verið boðið í opnunina. 

Ástæðan fyrir því að ég hef ekki birt myndir af mér og boðskassanum er einföld. Ég er ekki á landinu heldur er ég staddur í London (að vinna við alþjóðlegt sjónvarpsverkefni með mjög frægum leikurum sem er leyndó að sjálfsögðu),“ skrifar Jóhannes Haukur á Facebook.  

Konan hans er hinsvegar á Íslandi og hefur staðfest það að hann hafi að sjálfsögðu fengið boðskassa eins og margir aðrir lífstílsbloggarar og áhrifafólk. 

Fréttir bárust af því í gær, miðvikudag að svokallaðir áhrifavaldar á netinu hafi fengið boðskort í opnunarpartíið en svo virðist sem vinsælir leikarar hafi líka fengið boð. En auk Jóhannes Hauks á félagi hans Ólafur Darri Ólafsson líka að hafa fengið boðskassa.

Smartland bíður að sjálfsögðu spennt eftir opnun H&M en skilur hinsvegar ekki af hverju stærsti lífstílsvefur á Íslandi hefur ekki fengið boðskassa. Spurning hvort að pósturinn sé lengur á leiðinni upp í Hádegismóa?

Boðskort í opnunarpartí H&M á Íslandi.
Boðskort í opnunarpartí H&M á Íslandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál