Sex snyrtivörur sem má ekki nota daglega

Ekki allar snyrtivörur eru gerðar til notkunar dags daglega.
Ekki allar snyrtivörur eru gerðar til notkunar dags daglega. Mbl.is/Getty images

Það getur verið erfitt að finna þær snyrtivörur sem virka best fyrir þig og þess vegna er ekki skrýtið að þegar þú finnur hina fullkomnu vöru viljirðu nota hana mörgum sinnum á dag. Hins vegar eru sumar vörur ekki hannaðar til þess að nota dags daglega og geta þar af leiðandi haft neikvæð áhrif á húð, hár og meira til. 

Tímaritið Women's Health spjallaði við nokkra fagmenn í snyrti- og hárvörubransanum til þess að komast að því hvaða vörur skal forðast að nota daglega. 

Þurrsjampó

Þurrsjampó er manns besti vinur til þess að fríska upp á hárið þegar það er flatt eða fitugt. Hins vegar getur það skemmt hárið ef þú notar það á hverjum degi. 

„Ég elska gott þurrsjampó og nota það mikið. En ef það er of mikið notað getur það þurrkað hárið rosalega svo að endarnir klofna og brotna af,“ segir Leanne Citrone, eigandi hárgreiðslustofunnar Andy Lecompte í Beverly Hills. „Passaðu að þvo hárið og nota alltaf góða hárnæringu.“

Á annasömum morgnum er ekkert mál að grípa þurrsjampóið í flýti en passaðu þig bara að gera það ekki á hverjum degi og helst ekki oftar en tvo daga í röð. 

Djúpnæring

Þegar hársvörðurinn er þurr er mikilvægt að nota djúpnæringu í hárið svo það haldist heilbrigt og gljáandi. Það þarf samt að passa að nota djúpnæringu alls ekki oftar er tvisvar í viku. Ef þú gerir það oftar mun það hafa þær afleiðingar að hársvörðurinn verður enn þurrari. 

Varasalvi

Það er alltaf slæm tilfinning að vera með þurrar varir og gott að hafa varasalva við höndina til að fá smá raka í þær, en passa þarf að hann sé ekki ofnotaður. 

Þegar varasalvi er notaður of oft byrja varirnar að reiða sig á varasalvann til þess að haldast heilbrigðar og þú verður háð/ur varasalva að eilífu. 

Primer

Það er frábært að setja primer á andlitið áður en maður setur á sig farða til þess að hann haldist lengur á og gera áferðina jafnari. Hins vegar er innihald primera ekki frábært fyrir húðina. 

„Ekki nota primer á hverjum degi,“ segir Annie Chiu húðsjúkdómalæknir. „Sílikonið í þeim stíflar svitaholurnar með olíum og svita sem veldur slæmri húð. Sparið þá fyrir sérstök tilefni og munið að þrífa vel á ykkur andlitið þegar þið takið farðann af.“

Leyfðu svitaholunum að jafna sig á virkum dögum en dragðu svo primerinn út um helgar þegar þú ert að fara að gera eitthvað sérstakt. 

Vatnsheldur maskari

Að sletta á sig örlitlum maskara á morgnana hjálpar manni að virðast ferskari og meira vakandi. Sem betur fer bannar förðunarfræðingurinn Jamie Greenberg okkur ekki að nota maskara á hverjum degi en ráðleggur okkur að halda okkur frá vatnsheldum möskurum.

„Þeir þurrka upp augnhárin og ætti þess vegna aðeins að nota spari,“ segir hún. 

Brúnkukrem

Að nota brúnkukrem er frábær leið til þess að komast hjá því að baða sig sólargeislum sem eru slæmir fyrir húðina en líta samt sem áður út fyrir að vera nýkominn úr sólarlandaferð. 

„Oftast verður fólk flekkótt og appelsínugult af brúnkukremi,“ segir Greenberg. „Það lítur ekki vel eða eðlilega út. Fæstir hafa tíma til þess að setja það á sig almennilega og þess vegna lítur það út eins og appelsínur. Það er best að nota brúnkukrem örsjaldan, sérstaklega þar sem þau innihalda efni sem geta skaðað erfðaefni okkar. 

Forðast þarf að ofnota varasalva.
Forðast þarf að ofnota varasalva. Mbl.is/Thinkstock Photos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál