Dýrustu kjólar í sögu Hollywood

Nokkrir af dýrustu kjólum sögunnar.
Nokkrir af dýrustu kjólum sögunnar. Ljósmynd/samsett

Mörgum stjörnum finnst engin upphæð of há þegar kemur að því að líta sem best út en þó svo að himinhátt verð á kjólum komi okkur í uppnám þá er það bara annar dagur í lífi þeirra.

Hér eru þær stjörnur sem hafa splæst mest í múnderingar sínar fyrir sviðsljósið:

Lupita Nyong'o

Á óskarsverðlaunahátíðinni árið 2015 mætti þessi hæfileikaríka leikkona í glæsilegum Calvin Klein-kjól sem skartaði um 6.000 perlum. Hann kostaði um 15.000 dollara sem eru tæplega 16 milljónir íslenskra króna.

Díana prinsessa

Díana prinsessa klæddist þessum silkikjól frá Catherine Walker þrisvar sinnum. Einu sinni fyrir myndatöku, svo fyrir opnun á óperu árið 1989 og aftur árið 1997 á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Kjóllinn er 137.000 dollara virði eða rúmlega 14 milljóna íslenskra króna.

Cate Blanchett

Á óskarsverðlaunahátíðinni árið 2007 klæddist leikkonan kjól frá Armani Prive. Á kjólnum eru Swarovski-kristallar og kostaði hann 200.000 dollara sem jafngilda 21 milljón króna.

Beyoncé

Á Met Gala í fyrra vakti söngkonan mikla athygli fyrir latexkjól sinn sem var sérhannaður fyrir hana. Kjóllinn var þakinn perlum frá toppi til táar en ekki er vitað hvað kjóllinn kostar nákvæmlega. Talið er að hver perla á kjólnum hafi kostað um 8.000 dollara sem er rétt undir milljón íslenskra króna. 

Paris Hilton

í ár klæddist Paris Hilton kjól frá August Getty sem skreyttur er með 500.000 Swarowski-kristöllum á Hollywood Beauty-verðlaunahátíðinni. Kjóllinn kostaði 270.000 dollara eða rúmlega 28 milljónir íslenskra króna.

Amal Clooney

mbl.is/AFP

Brúðarkjóll Amal Clooney, sem hún klæddist þegar hún gekk að eiga George Clooney árið 2014, var hannaður af Oscar de la Renta en hann kostaði um 40 milljónir íslenskra króna. 

Kate Middleton

Brúðarkjóll Katrínar hertogaynju hannaði Sarah Burton og kostaði 42 milljónir íslenskra króna. 

Audrey Hepburn

Kjóll leikkonunnar úr kvikmyndinni Breakfast at Tiffany's seldist fyrir 97 milljónir íslenskra króna árið 2006. Kjóllinn er frá Givenchy.

Nicole Kidman

Á Óskarsverðlaunahátíðinni 1997 klæddist leikkonan gulum síðkjól frá Christian Dior sem kostaði tvær milljónir bandaríkjadollara en það eru rúmlega 200 milljónir íslenskra króna.  

Jennifer Lawrence

Leikkonan klæddist gullfallegum síðkjól frá Christian Dior á óskarsverðlaunahátíðinni árið 2013 en hann kostaði fjórar milljónir Bandaríkjadollara eða rúmlega 400 milljónir íslenskra króna. Þetta ár hreppti leikkonan verðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki. 

Marilyn Monroe

Kjóllinn sem leikkonan klæddist í kvikmyndinni The Seven Year Itch árið 1955 er dýrasti kjóll í sögu Hollywood. Árið 2011 seldist hann á uppboði fyrir tæplega sex milljónir bandaríkjadollara eða rétt undir 600 milljónum íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál