Hrukkurnar burt, hvað er til ráða?

Er hægt að slétta úr hrukkum milli augnanna?
Er hægt að slétta úr hrukkum milli augnanna?

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í djúpar hrukkur á milli augnanna. 

Sæl Þórdís, 

Hvaða meðferðir eru í boði til þess að láta djúpar skorur á milli augnanna, svokallaðar grimmuhrukkur, hverfa? Hvaða aðferð mælir þú með, hver er endingin og hvað kosta þær?

Kær kveðja, Sigrún 

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Sæl Sigrún og takk fyrir spurninguna.

Það eru til nokkrar aðferðir til þess að láta „grimmuhrukkurnar“ hverfa. Einfaldast er að sprauta sk. fylliefni í þær og fylla upp í þær. Þetta er hyaluronic-sýra (fjölsykrungur) sem eyðist smá saman upp á mislöngum tíma eftir tegund efnisins. Endist lengst í um það bil 1½ ár.

Til þess að slétta úr þeim er botox einnig oft notað. Það er þá sprautað í vöðvana sitt hvoru megin við hrukkurnar sem þær ná til. Botoxið er síðan oftast notað í ennið og umhverfis augun til þess að slétta úr hrukkum þar. Þetta er auðvitað einstaklingasbundið hvort efnið hentar betur eða jafnvel hvoru tveggja. Því oftar sem botox er notað því lengur virkar það, í byrjun endist það í um það bil 6 mánuði. Þá eru hrukkurnar sléttar og dýpka ekki á meðan, þannig í sjálfu sér fyrirbyggjandi meðferð.

Þegar hrukkurnar eru orðnar mjög djúpar hjá eldra fólki er stundum gripið til þess ráðs að skera þær einfaldlega í burtu og sauma húðina saman. Þetta á við þegar húðin er orðin leðurkennd með hrukkum sem erfitt er að slétta úr.

Þetta er alltaf einstaklingsbundið og best að þú hittir lýtalækni til þess að sjá hvað hentar best í þínu tilviki.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir Dea Medica.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál