„Mega peppuð“ fyrir opnunarpartýi H&M

Lína Birgitta ætlar að mæta í opnunarpartý H&M.
Lína Birgitta ætlar að mæta í opnunarpartý H&M. Ljósmynd/aðsent

Lífstílsbloggarinn Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir er ein af þeim útvöldu sem var boðið í opnunarpartý H&M sem verður í Smáralindinni í kvöld. Lína segist ætla að sjálfsögðu að mæta þar sem hún hefur beðið lengi eftir opnun sænsku verslunarkeðjunnar hér á klakanum.

„Ég er mega peppuð,“ sagði Lína í samtali við Smartland en hún ætlar að taka Andreu vinkonu sína með sér en í boðskortinu er leyfilegt að taka með sér gest.

„Við ætlum að fara út að borða eftir þetta og gera bara dag úr þessu,“ segir hún og hlær.

Í veislunni ætlar Lína að reyna að finna sér góðan loðjakka fyrir veturinn en það mun vera 20 prósenta afsláttur af öllum vörum í búðinni meðan á opnunarpartýinu stendur.

Lína býst við því að þessi H&M-búð verði með þeim flottustu í heiminum þar sem hún er glæný og á Íslandi sem er svo vinsæll ferðamannastaður eins og er.

„Ég er búin að heyra frá þeim sem eru að smíða þarna inni að þetta sé alveg klikkaðslega flott. Ég býst við að þetta líti fáránlega vel út og krosslegg fingur um að það séu flottar vörur þarna inni.“

Hún heldur samt að ekki mikið muni breytast við komu H&M til landsins nema það að H&M verður ekki lengur á forgangslistanum hennar þegar hún fer utan að versla þar sem hún getur nú alltaf kíkt þangað inn. Hún bætir við að fólkið sem hefur áhyggjur af því að allir Íslendingar verði eins vegna komu H&M þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur þar sem Íslendingar klæða sig hvort eð er allir eins.

„Íslendingar eru bara svolítið svoleiðis, um leið og það kemur eitthvað nýtt þá byrja allir að vera í því.“

Lína ferðast mikið og býst ekki við því að fara …
Lína ferðast mikið og býst ekki við því að fara mikið í H&M í útlöndum núna. Ljósmynd/aðsent
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál