Chanel sækir innblástur til Kaliforníu

„Það ríkir ávallt mikil spenna á haustin þegar snyrtivörufyrirtækin senda frá sér veglegar haustlínur og óhætt að segja að alltaf komi eitthvað ferskt frá Chanel. Listrænn förðunar- og litahönnuður tískuhússins Lucia Pica ferðaðist til Kaliforníu í leit að innblæstri þetta skiptið og ber línan heitið Travel Diary en litir og ljós við strandlengjuna sem og í miðborg Los Angeles endurspeglast í förðunarvörunum,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, í sinni nýjustu grein: 

Augnförðun

Tvær útgáfur af Les 4 Ombres-augnskuggapallettunum eru í haustlínunni. City Lights-pallettan er klassísk og mild en sú sem allir ættu að skoða nánar er hin gullfallega Road Movie-palletta sem einkennist af litum hafsins. Grænblái liturinn í pallettunni er með þeim fallegri sem sést hefur en að mínu mati er þetta ein besta palletta sem komið hefur á markað frá Chanel. Hingað til hef ég ekki verið nægilega hrifin af formúlunni í Les 4 Ombres en núna eru augnskuggarnir eins og smjör, tveir þeirra eru mattir og litaákefðin er draumur að vinna með.

Chanel Les 4 Ombres í litunum City Lights (286) og …
Chanel Les 4 Ombres í litunum City Lights (286) og Road Movie (288).

Við fyrstu snertingu bráðnar formúla Ombre Premiére-kremaugnskugganna undan hita fingurgómanna og þeir renna ljúft yfir augnlokið. Hinn bronslitaði Memory (820) er í miklu uppáhaldi. 

Varir

Chanel færir okkur sex varaliti í þremur mismunandi formúlum: Rouge Coco, Rouge Allure Velvet og Rouge Allure Ink. Varalitirnir eru óvenjubjartir miðað við haustlínu og ég hafði efasemdir um að blanda svo björtum og áberandi litum við til dæmis bláu tóna augnskugganna í línunni. En þegar ég leit yfir innblástursmyndirnar skildi ég betur hugsunina á bak við litasamsetninguna og eins eru þessir björtu varalitir guðdómlegir við bronslitaða tóna. Sjálf er ég hrifnust af Rouge Allure Velvet-varalitunum og Rouge Allure Ink-fljótandi varalitaformúlunni. 

Chanel-Fall-Winter-2017-Collection
Efri röð frá vinstri: Rouge Allure Ink í litunum Lost (156) og Highway (158), Rouge Allure Velvet í litunum Nightfall (63) og First Light (63). Neðri röð að ofan: Rouge Coco í litunum Expérimental (472) og Daylight (474).

Neglur

Það þekkja flestir naglalökkin frá Chanel og sumir nota þau hreinlega sem skrautmuni heima hjá sér. Það skemmtilega við þennan lit er að Lucia Pica vildi ná akkúrat litnum sem myndast við línu sjóndeildarhringsins og það heppnaðist vel hjá henni.

Chanel_04_VERNIS_Adb98_LDChanel Le Vernis í litnum Horizon Line (576)

Andlit

Palette Essentielle er nýjung frá Chanel en þetta er hentug palletta sem inniheldur hyljara, ljóma og kinnalit/varalit. Formúlan er mjög kremuð og auðveld í notkun en ég er ekki viss um að þessi formúla henti blandaðri og olíukenndri húð. Hugmyndin er sniðug og pallettan vissulega hentug í ferðalög. Til að nota í pallettuna er kominn á markað nýr tvöfaldur bursti frá Chanel sem sérstaklega er hentugur í snyrtiveskið og ætlaður til að nota í hyljara en hægt er að nota hann í margt fleira. 

Chanel Rouge Allure Velvet í litnum First Light (64).
Chanel Rouge Allure Velvet í litnum First Light (64).




Pinceau Duo Correcteur Retractable
Chanel Retractable Dual-Tip Concealer Brush

Vörurnar eru nú komnar í verslanir og ég mæli sérstaklega með eftirtöldum vörum úr Travel Diary-haustlínu Chanel 2017:

Chanel Les 4 Ombres í litnum Road Movie (288)
-Litirnir og áferðin á þessari pallettu eru einstök.

Chanel Ombre Premiére í litnum Memory (820)
-Silkimjúk formúla og litur sem hentar öllum.

Chanel Rouge Allure Ink í litnum Highway (158)
-Sætur litur sem mun hugsanlega lífga upp á föla húðina í vetur.

Chanel Retractable Dual-Tip Concealer Brush 
-Magnaður förðunarbursti sem er bráðsniðugur í snyrtiveskið og á ferðalögum.

Chanel Palette Essentielle í litnum Beige Intense (170).
Chanel Palette Essentielle í litnum Beige Intense (170).
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál