Tíu bestu sólarpúðrin

Lilja Ósk Sigurðardóttir er snyrtipenni Smartlands.
Lilja Ósk Sigurðardóttir er snyrtipenni Smartlands.

„Við erum alltaf í leit að hinu fullkomna sólarpúðri og þegar það er fundið er auðvelt framkalla ferskt og sólkysst útlit. Hér eru tíu bestu sólarpúðrin, að mínu mati, sem reynst hafa vel hversdagslega, í myndatökum og fleira. Hvort sem þú vilt vegan-sólarpúður, olíulaust, lífrænt eða ódýrt þá finnurðu það á þessum lista. Þess má geta að sólarpúðrin eru ekki nefnd í sérstakri röð, þau búa öll yfir sínum einstöku kostum,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands í sinni nýjustu grein: 

3

Estée Lauder Bronze Goddess Powder Bronzer

Þetta sólarpúður er klassík og er um helmingi stærra en sambærileg sólarpúður á markaðnum svo þú færð mikið fyrir peninginn. Það er olíulaust og býr yfir tækni sem heldur olíu húðarinnar í skefjum. Kemur í fjórum litum.
Verð: 6.499 kr. (21gr.)

2

Shiseido Bronzer Oil-Free

Þetta er klárlega eitt af bestu sólarpúðrum allra tíma en það býr yfir örfínum ljóma svo það veitir þér heilbrigt og sólkysst útlit samstundis. Eins og nafnið gefur til kynna er það olíulaust og endist vel á húðinni. Kemur í þremur litum.
Verð: 6.799 kr. (12gr.)

7

Urban Decay Beached Bronzer

Þetta er fullkomið sólarpúður sem ekki er hægt að ofgera og liturinn sé náttúrulegur. Formúlan er vegan, áferðin er mött og pakkningarnar eru sérlega skemmtilegar svo ekki sé minnst á hagstætt verðið. Kemur í tveimur litum.
Verð: 3.799 kr. (9gr.)

1

Smashbox Bronze Lights

Þetta sólarpúður kom skemmtilega á óvart fyrst þegar ég prófaði það en formúlan er mött og náttúruleg. Það lofar 8 klukkustunda endingu á húðinni og það endist sannarlega vel. Kemur í tveimur litum.
Verð: 5.999 kr. (8.3gr.)

4

Guerlain Terracotta Sun Trio

Því verður ekki neitað að Guerlain hefur verið á meðal þeirra fremstu þegar kemur að sólarpúðrum. Þetta sólarpúður er sérlega hentugt því það inniheldur þrjá mismunandi litatóna svo þú getur aðlagað það húðtóninum þínum. Kemur í þremur litum.
Verð: 6.799 kr. (10gr.)

8

Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour SPF 15 

Les Beiges-línan frá Chanel snýst um að ná fram hinu ljómandi, heilbrigða útliti og þetta púður má nota til að fá ljóma yfir húðina eða til að fá sólkysst útlit því í boði eru sjö mismunandi litir allt frá mjög ljósum yfir í dökkan en formúlan inniheldur jafnframt nærandi extrökt úr hvítri rós og bómull. Litur númer 50 er sérlega hentugur sem sólarpúður.
Verð: 8.499 kr. (12gr.)

5

Bobbi Brown Bronzing Powder

Bobbi Brown er líklega drottning sólarpúðranna og þau klikka aldrei hjá henni. Þessi formúla er mött, endist lengi á húðinni og litirnir eru fullkomnir fyrir alla húðtóna. Kemur í fimm litum.
Verð: 6.399 kr. (8gr.)

12

MAC Bronzing Powder


MAC er alltaf klassík þegar kemur að förðunarvörum og eru sólarpúðrin þeirra ávallt vinsæl. Þessi sólarpúður koma í fjórum litum og hægt að fá þau bæði mött eða með ljóma.
Verð: 4.590 kr. (10gr.)

6

TanOrganic Duo Bronzer

Það er ekkert grín að finna lífrænt sólarpúður sem virkar en það tókst í fyrsta sinn þegar ég prófaði TanOrganic Duo Bronzer. Liturinn er mjög fallegur en hinn helmingurinn er ljómapúður svo það má nota þetta í sitthvoru lagi eða blanda báðum hliðunum saman. Þetta sólarpúður fæst í vefversluninni www.lookfantastic.com og þeir senda til Íslands.
Verð: 3.700 kr. (8gr.)

9

The Body Shop Honey Bronze Bronzing Powder

Skemmtilegt sólarpúður sem er ódýrt og hægt að fá í frekar ljósum tón eða dökkum. Það er ekki svo litsterkt þannig að það hentar vel byrjendum eða þeim sem eru óöruggir að nota sólarpúður yfir höfuð. Kemur í fjórum litum. 
Verð: 2.490 kr. (11gr.)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál