Andlitsbikiní það heitasta í Kína

Andlitsbikiníið er staðalbúnaður á kínverska sólarströnd.
Andlitsbikiníið er staðalbúnaður á kínverska sólarströnd. Skjáskot/Instagram

Á meðan Íslendingar keppast um síðustu sólargeislana til þess að fara brúnir og sællegir inn í haustið passa konur í Kína sig á því að fá ekki of mikið af sól. Margar þeirra ganga í svokölluðu andlitsbikiní (e. Facekini) á ströndinni. 

Þrátt fyrir að margir Íslendingar skilji ekki hvað sé eftirsóknavert við það að vera með næpuhvíta húð þá þykir það afar fallegt víða í Austur-Asíu þar á meðal í Kína. Til þess að geta notið þess að fara á ströndina í góða veðrinu þá taka sumar konur til þess ráðs að hylja andlit sitt með hálfgerðum grímum. 

Andlitsbikiní eru til í alls konar litum og með fjölbreyttu munstri. Sumir taka upp á því að vera í sundheilgöllum við. Andlitbikiníin geta komið að ágætum notum enda verndar það húðina frá útfjólubláum geislum. 

Fyrirtækið Facekini selur andlitsbikiní í alls kyns mynstrum.
Fyrirtækið Facekini selur andlitsbikiní í alls kyns mynstrum. skjáskot/Facekini.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál