Studio-línan frá H&M á leið til Íslands

Tískumeðvitaðir bíða í ofvæni eftir Studio-línunni frá H&M. Nú er haustlínan væntanleg hingað til lands og mun hún verða fáanleg frá og með 14. september. Í ár sóttu hönnuðir línunnar innblástur til New York. 

Veggjakrot í bland við götutísku mætir fágun og kvenlegum stíl í línunni. Línunni er ætlað að endurspegla allar þær lykilflíkur sem þarf til að skapa hinn fullkomna hauststíl; eftirtektaverðar yfirhafnir, mjúklegir kjólar og klæðilegar peysur ásamt svipsterkum aukahlutum og skarti. Í línunni má sjá hvernig mismunandi efnum er blandað saman sem skapar grafískan strúktúr og gefur það línunni kraftmikið yfirbragð og sérstakan stíl.

„Þessi lína einkennist af klæðskerastílnum, þar sem kvenlegar línur eru undirstrikaðar en þrátt fyrir að vera dömuleg þá blöndum við saman kraftinum sem einkennist af götutískunni og pönk-stemmningunni sem skapast þar. Útkoman er blanda af línu sem einkennist af andstæðum, hörku en einnig yfirvegun og klassískum stíl,“ segir Pernilla Wohlfart, yfirhönnuður og listrænn stjórnandi hjá H&M.

Lykilflíkur línunnar eru til dæmis dökkblár fóðraður jakki úr ull og næloni með háum kraga sem hægt er að bretta niður, stór (oversized) úlpa með síðum vösum, síður, tvíhnepptur blazer-jakki í svarbláum litum með vösum að framan og kögri á köntum, svartur, ermalaus kjóll með rúnuðu hálsmáli. Faldurinn á kjólnum er í hinum svokallaða „fishtail“-stíl, míní-pils í A-sniði, ullarblanda í vínrauðum lit með grófum saum og vösum með rennilás og langerma prjónaður toppur með rúnuðu hálsmáli, rúnuðum faldi, víðum ermum og hnepptur að framan, Litlir, renndir vasar á hvorri ermi. Kemur í tveim litum, dökkbláu og hvítu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál