Jói Pé og Króli flottir í smellubuxum

Jói Pé og Króli í Smellubuxunum.
Jói Pé og Króli í Smellubuxunum. ljósmynd/Ólafur Alexander Ólafsson f. Húrra Reykjavík

Smellubuxurnar sem gerðu allt vitlaust á tíunda áratugnum eru heldur betur að ganga í endurnýjun lífdaga. Nýstirnin Jói Pé og Króli sátu fyrir í myndaþætti hjá Húrra Reykjavík á dögunum í smellubuxum frá Kappa Authentic.

Margir settu spurningamerki við það þegar raunveruleikastjarnan Kim Kardashian klæddist Adidas smellubuxum á tískuvikunni í París í september í fyrra. Raunveruleikastjarnan vissi greinilega hvað hún var að gera og hafa smellubuxurnar ekki verið jafn heitar síðan 1996.

Kim Kardashian klæddist smellubuxum í september í fyrra.
Kim Kardashian klæddist smellubuxum í september í fyrra. skjáskot/Mirror

Jói Pé og Króli eru ekki einu tónlistamennirnir sem hafa klæðst smellubuxum að undanförnu en söngkonan Rihanna var mætt í bleikum Puma smellubuxum á tískuvikunni í New York á dögunum. 

Árið 1996 var Ásmundur Vilhelmsson, markaðsstjóra Sportsmanna efm, umboðsaðila Adidas í viðtali við Morgunblaðið vegna vinsælda buxnanna. „Þetta er þvílíkt æði, að ég hef aldrei kynnst öðru eins. Við höfum aldrei náð að anna eftirspurn og það liggur við að slegist sé um hverja flík. Upphaflega voru smellubuxurnar hluti af upphitunargöllum körfuboltakappanna í NBA-deildinni í Bandaríkjunum, en þeim þótti fljótlegt að klæða sig úr þeim. Ég veit ekki hvers vegna smellubuxur urðu skyndilega tískuvara,“ sagði Ásmundur hér um árið.

Rihanna í bleikum Puma smellubuxum.
Rihanna í bleikum Puma smellubuxum. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál