Tíu plastlausir andlitsskrúbbar

Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni.
Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni.

„Almenningur er farinn að átta sig á áhrifum plastnotkunar en örplast í snyrti- og hreinsivörum, sérstaklega í skrúbbum og tannkremum, er byrjað að valda mikilli umhverfismengun í hafinu. Örplast er eins og svampur og drekkur í sig eiturefni umhverfis það, fiskarnir gleypa örplastið, við borðum fiskinn og þannig veldur þessi hringrás því að við erum að innbyrða þessi hættulegu efni. Það sem er meira sláandi er að örplast er farið að finnast í drykkjarvatni og í frétt á mbl.is kom fram að örplast fannst í 94,4% sýna úr drykkjarvatni í Bandaríkjunum og þar sem drykkjvarvatnið mældist hvað hreinast í Evrópu fannst samt sem áður örplast í drykkjarvatninu í 72% sýna sem tekin voru. Þetta eru sláandi niðurstöður og hefur Orkuveita Reykjavíkur nú hug á að mæla plast í drykkjarvatni á Íslandi. Við þurfum að axla ábyrgð á umhverfi okkar og vera meðvituð um innihald í vörum sem við notum og tileinka okkur fjölnota poka, ílát og endurvinnslu. Í snyrtivöruheiminum er þegar byrjað að vinna að lögbanni gegn örplasti í snyrti- og hreinsivörum en mörg fyrirtæki eru sjálfviljug þegar búin að fjarlægja örplast úr vörum sínum,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands í sinni nýjustu grein: 

Eftirfarandi innihaldsefni gefa til kynna að örplast sé að finna í vörunni:

Polyethylene (PE)
Polyethylene terephthalate (PET)
Polypropylene (PP)
Polymethyl methacrylate (PMMA)
Polylactic acid
Nylon

Í tilefni af Plastlausum september er hér fyrir neðan listi yfir tíu plastlausa andlitsskrúbba og geta allar húðgerðir fundið eitthvað við sitt hæfi. Allar vörur nefndar eru án parabena og mineral-olíu.

Herbivore Pink Clay Exfoliating Floral Mask, 4.990 kr. (Nola.is)
Andlitsmaski sem einnig má nota sem andlitsskrúbb. Formúlan kemur í duftformi sem blandað er við vatn og nuddað á andlitið en hún inniheldur m.a. franskan bleikan leir, lífrænar hundarósir, lífrænar rósir og lífræna kamillu. Formúlan er vegan.
Umbúðir: Gler.
Herbivore

Sepai Basic Purify 4D Facial Exfoliator, 11.900 kr. (Madison Ilmhús)
Formúlan kemur í duftformi sem blandað er við vatn og borið á húðina. Þessi vara blandar saman fjórum leiðum til að fjarlægja dauðar húðfrumur: ensím úr ávöxtum leysa þær upp, bambus-agnir nudda þær burt, gluconolactone veitir kemíska uppleysingu og að lokum er það leir sem hreinsar húðina.
Umbúðir: Gler.
4d


Aveda Botanical Kinetics Radiant Skin Refiner, 5.360 kr.
Kremkennd formúla byggð á leir og inniheldur bambus-agnir til að nudda burt dauðar húðfrumur ásamt tourmaline sem veitir húðinni ljómandi útlit.
Umbúðir: Endurunnið plast að hluta til. 
avedabk

Origins Never A Dull Moment, 5.597 kr.
Fínglega mulin fræ úr apríkósum og mangó nudda burt dauðar húðfrumur og papaya-extrakt leysir upp önnur óhreinindi á húðinni. Veitir húðinni bjartari ásýnd.
Umbúðir: Endurunnið plast að hluta til.
747729_fpx
Aesop Tea Tree Leaf Facial Exfoliant, 5.600 kr. (Madison Ilmhús)
Formúlan kemur í duftformi sem blandað er við vatn og borin á húðina. Inniheldur fínlega mulin tea tree-lauf, hnetuskeljar og leir til að nudda burt dauðar húðfrumur og hreinsa húðina.
Umbúðir: Gler.
Aesop-Skin-Tea-Tree-Leaf-Facial-Exfoliant-30g-large
Shiseido WASO Soft+Cushy Polisher, 4.499 kr.
Formúlan notar sellulósa úr plöntum til að fá kornótta áferð sem nuddar burt dauðar húðfrumur. Inniheldur jafnframt tófú úr sojabaunum sem mýkir og styrkir húðina ásamt sérstökum púðurögnum sem soga í sig umframfitu á húðinni.
Umbúðir: Plast.
waso
Rå Oils Radiance Clay Mask, 9.640 kr. (Beautybox.is)
Andlitsmaski í duftformi sem blandað er við lífrænt rósavatn, sem fylgir með, og borið er á húðina. Inniheldur hundarós, grænt te, C-, A- og E-vítamín og má nota sem andlitsskrúbb. Hentar venjulegri og eldri húð.
Umbúðir: Ál húðað með epoxy phenolic og eru 100% endurnýjanlegar.
raoils

Lavera Purifying Scrub, 1.990 kr.
Lífrænn hreinsandi andlitsskrúbbur sem inniheldur meðal annars gingko biloba-extrakt og jojoba-olíu. Formúlan er vegan.
Umbúðir: Endurnýjað plast að hluta til.
Lavera-Purifying-Scrub-zoom
Sepai Peel Mud Exfoliating Mask, 14.900 kr. (Madison Ilmhús)
Djúphreinsandi andlitsmaski sem hreinsar og jafnar olíukennda húð. Formúlan inniheldur bambus-agnir sem nudda upp dauðar húðfrumur ásamt grænu tei, salicylic-sýru og shea-smjöri.
Umbúðir: Gler.
sepai


Blue Lagoon Lava Scrub, 9.900 kr.
Andlitsskrúbbur sem inniheldur fínlega mulið hraun úr umhverfi Bláa lónsins ásamt koladufti sem djúphreinsar húðina, kísil og jarðsjó úr Bláa lóninu.
Umbúðir: Plast.
bllava

Fylgstu með á bak við tjöldin.
Snapchat: Snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn
Instagram: liljasigurdar

mbl.is

Stjörnurnar fengu að kaupa úr línunni

18:00 Kirsten Dunst, Kate Bosworth og Zendaya Coleman voru á meðal gesta í gærkvöld þegar ERDEM x H&M línan var kynnt í Los Angeles. Boðið var upp á tískusýningu í Ebell-salnum sem er heimfrægur. Þessi lína verður fáanleg í Smáralind 2. nóvember hérlendis. Meira »

Jakkinn sem Katrín elskar

15:00 Katrín á ekki bara einn tvíhnepptan jakka frá Philosophy di Lorenzo Serafini, hún á tvo. Einn rauðan og einn bláan. Af hverju eða kaupa bara eitt stykki ef maður finnur eitthvað sem maður fílar? Meira »

Frelsaðist frá vigtinni

12:00 Sylvía Ósk Rodriguez er tæplega þrítug gift tveggja barna móðir í Borgarnesi. Í fjórtán ár rokkaði hún upp og niður á vigtinni og var ekki glöð og kát nema vera í kringum 70 kíló. Hún segir að það sé rangt að einblína bara á vigtina og horfa þurfi á hreyfingu og mataræði í heild sinni, ekki bara út frá tölu á vigtinni. Meira »

Svali er byrjaður að undirbúa flutning

09:00 „Ekki hefði ég getað ímyndað mér hvað við eigum mikið af óþarfa dóti. Þetta kemur í ljós þegar maður fer í gegnum skápana. Úlpurnar, peysurnar, útivistarfötin, íþróttafötin, fínu fötin og fleira í þeim dúr. En það er ekki bara það, hvað með bollastellið, glösin, diskana, eldföstu mótin og allt það dót. Þetta þarf allt að fara, þar sem við höfum ekki stað til að geyma allt þetta dót á,“ segir Sigvaldi Kaldalóns. Meira »

Grænmetisætur eru ekki veikari

06:00 Þórdís Ása Dungal er 25 ára einkaþjálfari og hóptímakennari með mastersgráðu í íþrótta- og heilsufræði. Hún hætti að borða kjöt og segir að grænmetisætur geti alveg verið sterkar og stæltar. Það þurfi ekki kjötát til þess. Hún er líka á móti fæðubótarefnum og segir að fæst þeirra virki fyrir hana. Meira »

Limstærðin ekki vandamál

Í gær, 23:30 „Það kom ekki upp neitt vandamál þegar við loksins stunduðum kynlíf. Ég var meira en vel fullnægð. Hann trúir mér ekki og það er að gera hann þunglyndan.“ Meira »

Raunhæft að léttast um hálft kíló á viku

í gær Konráð Valur Gíslason, einkaþjálfari og eigandi Iceland Fitness, er með puttann á púlsinum þegar kemur að líkamsrækt og hreyfingu. Meira »

Beckham póstar mynd af Daníel Darra

Í gær, 20:41 Viktoría Beckham birti mynd af syni Björgólfs Thors Björgólfssonar og Kristínar Ólafsdóttur á Instagram þar sem hann og sonur hennar drekka eplasafa úr vínglösum við sundlaugarbakka. Meira »

Kótelettur í raspi bestar

í gær Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist vakna alltof snemma en byrjar þó daginn á svörtu kaffi.  Meira »

Megrunaraðferðir sem rugla í hægðunum

í gær Fólk ætti alla jafna að vilja hafa heilbrigðar hægðir. Sumir megrunarkúrar bjóða upp á ýkt mataræði sem hefur slæm áhrif á hægðirnar. Meira »

Salka Sól talar um eineltið

í gær Söngkonan Salka Sól varð fyrir alvarlegu einelti. Hún segir að þetta hafi haft mikil áhrif á líf hennar  Meira »

Dressið sem fær sólina til þess að fölna

í gær Blake Lively kom fram í sjö mismunandi dressum sama daginn. Það þarf varla að spyrja að því hvort karlkyns leikari hefði gert hið sama. Meira »

Kom út úr skápnum á brúðkaupsdaginn

í fyrradag Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk skilur konur og menn eftir upp við altarið. Sumir átta sig á göllum tilvonandi maka síns á meðan aðrir skilja sjálfa sig betur. Meira »

Á leigumarkaði frá 2010 og fann lausn

17.10. „Ég var á leigumarkaði frá árinu 2010 og þar til í júní á þessu ári með fimm börn mest allan tímann. Árið 2010 gekk þetta. Leigan var há en ekki fjarstæðukennd. Eftir því sem tíminn leið hækkaði leigan, leigusamningar voru yfirleitt ekki gerðir nema til eins árs í einu og við lentum í ýmsum hremmingum með samninga, húsnæði og leigusala,“ segir segir Ásta. Meira »

Stjörnuspekingur gefur grenningarráð

17.10. Ertu alltaf í átaki og er ekkert að virka? Getur ástæðan verið sú að þú ert ekki að beita réttu aðferðunum. Mismunandi aðferðir henta mismunandi fólki. Meira »

Myndi taka Obama með sér sem leynigest

17.10. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG veit fátt betra en að vera með manninum sínum og börnum þegar hún er ekki að vinna. Í viðtali við Smartland segist hún vera ánægð með lífið eins og það er. Meira »

Svona áttu að segja manneskju upp

í fyrradag Já það er til góð leið til þess að segja upp. Þótt að fréttirnar séu slæmar fyrir hinn aðilann þá er hægt að gera slæmt skárra. Meira »

Forðast það sem fitar og skaðar

17.10. „Það er viturlegt að forðast eða útiloka alveg þá gerð sem skaðar, myndar bólgur og fitar okkur því þannig líður okkur einfaldlega betur. Ég tel einnig að þegar við erum í líkamlegu og andlegu jafnvægi þá leiðum við eitthvað gott af okkur sem þjónar okkur öllum.“ Meira »

Mættu í sinu fínasta pússi

17.10. Það var gleði og góð stemning í Bíó Paradís þegar íslenska kvikmyndin Sumarbörn var frumsýnd. Myndin fjallar um systkini sem send eru á vistheimili því foreldrarnir geta ekki hugsað um þau. Meira »

Ekkert kynlíf í 18 mánuði

16.10. „Ég og konan mín höfum ekki stundað kynlíf í 18 mánuði eða síðan eftir að hún átti seinna barn okkar í erfiðri fæðingu þar sem hún þurfti að gangast í gegnum minni háttar aðgerð.“ Meira »