Tíu plastlausir andlitsskrúbbar

Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni.
Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni.

„Almenningur er farinn að átta sig á áhrifum plastnotkunar en örplast í snyrti- og hreinsivörum, sérstaklega í skrúbbum og tannkremum, er byrjað að valda mikilli umhverfismengun í hafinu. Örplast er eins og svampur og drekkur í sig eiturefni umhverfis það, fiskarnir gleypa örplastið, við borðum fiskinn og þannig veldur þessi hringrás því að við erum að innbyrða þessi hættulegu efni. Það sem er meira sláandi er að örplast er farið að finnast í drykkjarvatni og í frétt á mbl.is kom fram að örplast fannst í 94,4% sýna úr drykkjarvatni í Bandaríkjunum og þar sem drykkjvarvatnið mældist hvað hreinast í Evrópu fannst samt sem áður örplast í drykkjarvatninu í 72% sýna sem tekin voru. Þetta eru sláandi niðurstöður og hefur Orkuveita Reykjavíkur nú hug á að mæla plast í drykkjarvatni á Íslandi. Við þurfum að axla ábyrgð á umhverfi okkar og vera meðvituð um innihald í vörum sem við notum og tileinka okkur fjölnota poka, ílát og endurvinnslu. Í snyrtivöruheiminum er þegar byrjað að vinna að lögbanni gegn örplasti í snyrti- og hreinsivörum en mörg fyrirtæki eru sjálfviljug þegar búin að fjarlægja örplast úr vörum sínum,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands í sinni nýjustu grein: 

Eftirfarandi innihaldsefni gefa til kynna að örplast sé að finna í vörunni:

Polyethylene (PE)
Polyethylene terephthalate (PET)
Polypropylene (PP)
Polymethyl methacrylate (PMMA)
Polylactic acid
Nylon

Í tilefni af Plastlausum september er hér fyrir neðan listi yfir tíu plastlausa andlitsskrúbba og geta allar húðgerðir fundið eitthvað við sitt hæfi. Allar vörur nefndar eru án parabena og mineral-olíu.

Herbivore Pink Clay Exfoliating Floral Mask, 4.990 kr. (Nola.is)
Andlitsmaski sem einnig má nota sem andlitsskrúbb. Formúlan kemur í duftformi sem blandað er við vatn og nuddað á andlitið en hún inniheldur m.a. franskan bleikan leir, lífrænar hundarósir, lífrænar rósir og lífræna kamillu. Formúlan er vegan.
Umbúðir: Gler.
Herbivore

Sepai Basic Purify 4D Facial Exfoliator, 11.900 kr. (Madison Ilmhús)
Formúlan kemur í duftformi sem blandað er við vatn og borið á húðina. Þessi vara blandar saman fjórum leiðum til að fjarlægja dauðar húðfrumur: ensím úr ávöxtum leysa þær upp, bambus-agnir nudda þær burt, gluconolactone veitir kemíska uppleysingu og að lokum er það leir sem hreinsar húðina.
Umbúðir: Gler.
4d


Aveda Botanical Kinetics Radiant Skin Refiner, 5.360 kr.
Kremkennd formúla byggð á leir og inniheldur bambus-agnir til að nudda burt dauðar húðfrumur ásamt tourmaline sem veitir húðinni ljómandi útlit.
Umbúðir: Endurunnið plast að hluta til. 
avedabk

Origins Never A Dull Moment, 5.597 kr.
Fínglega mulin fræ úr apríkósum og mangó nudda burt dauðar húðfrumur og papaya-extrakt leysir upp önnur óhreinindi á húðinni. Veitir húðinni bjartari ásýnd.
Umbúðir: Endurunnið plast að hluta til.
747729_fpx
Aesop Tea Tree Leaf Facial Exfoliant, 5.600 kr. (Madison Ilmhús)
Formúlan kemur í duftformi sem blandað er við vatn og borin á húðina. Inniheldur fínlega mulin tea tree-lauf, hnetuskeljar og leir til að nudda burt dauðar húðfrumur og hreinsa húðina.
Umbúðir: Gler.
Aesop-Skin-Tea-Tree-Leaf-Facial-Exfoliant-30g-large
Shiseido WASO Soft+Cushy Polisher, 4.499 kr.
Formúlan notar sellulósa úr plöntum til að fá kornótta áferð sem nuddar burt dauðar húðfrumur. Inniheldur jafnframt tófú úr sojabaunum sem mýkir og styrkir húðina ásamt sérstökum púðurögnum sem soga í sig umframfitu á húðinni.
Umbúðir: Plast.
waso
Rå Oils Radiance Clay Mask, 9.640 kr. (Beautybox.is)
Andlitsmaski í duftformi sem blandað er við lífrænt rósavatn, sem fylgir með, og borið er á húðina. Inniheldur hundarós, grænt te, C-, A- og E-vítamín og má nota sem andlitsskrúbb. Hentar venjulegri og eldri húð.
Umbúðir: Ál húðað með epoxy phenolic og eru 100% endurnýjanlegar.
raoils

Lavera Purifying Scrub, 1.990 kr.
Lífrænn hreinsandi andlitsskrúbbur sem inniheldur meðal annars gingko biloba-extrakt og jojoba-olíu. Formúlan er vegan.
Umbúðir: Endurnýjað plast að hluta til.
Lavera-Purifying-Scrub-zoom
Sepai Peel Mud Exfoliating Mask, 14.900 kr. (Madison Ilmhús)
Djúphreinsandi andlitsmaski sem hreinsar og jafnar olíukennda húð. Formúlan inniheldur bambus-agnir sem nudda upp dauðar húðfrumur ásamt grænu tei, salicylic-sýru og shea-smjöri.
Umbúðir: Gler.
sepai


Blue Lagoon Lava Scrub, 9.900 kr.
Andlitsskrúbbur sem inniheldur fínlega mulið hraun úr umhverfi Bláa lónsins ásamt koladufti sem djúphreinsar húðina, kísil og jarðsjó úr Bláa lóninu.
Umbúðir: Plast.
bllava

Fylgstu með á bak við tjöldin.
Snapchat: Snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn
Instagram: liljasigurdar

mbl.is

Elskar kærustuna en langar í trekant

Í gær, 22:20 „Hún er falleg og við stundum gott kynlíf. Ég er þó líka hrifinn af vinkonu hennar, sem lifir frjálslegu lífi. Ég get ekki hætt að hugsa um trekant og aðra afbrigðilega leiki.“ Meira »

64 ára með tískublogg ársins

Í gær, 19:20 Lyn Slater er kannski komin á sjötugsaldurinn en hún er á hátindi fyrirsætuferils síns. Slater sem er háskólaprófessor sló í gegn á árinu 2017 fyrir flottan og töffaralegan stíl. Meira »

Hárskrautið toppar jólahárið

Í gær, 16:20 Hugrún Harðardóttir, hárgreiðslumeistari á Barbarella, er komin í hátíðarskap og segir að jólahártískan einkennist af miklum glamúr og að hárskraut hafi aldrei verið vinsælla. Meira »

Tveggja hæða penthouse í 101

Í gær, 13:20 Hvern dreymir ekki um tveggja hæða penthouse-íbúð á besta stað í 101 Reykjavík með útsýni út á sjó? Ef þú ert einn af þeim þá er þessi 121 fm íbúð við Klapparstíg 7 tilvalin fyrir þig. Meira »

Hlýlegt og nýmóðins í Kópavogi

Í gær, 10:29 Við Ásaþing í Kópavogi stendur ákaflega huggulegt 257 fm raðhús á tveimur hæðum. Raðhúsið er með innbyggðum bílskúr og stendur á fallegum útsýnisstað. Björgvin Sæbjörnsson, arkitekt á arkitektastofunni Apparat, hannaði húsið að utan og innan. Meira »

Þegar lífið var „fullkomið“

Í gær, 07:15 „Ég var áður fyrr ein af þessum brjálæðislega flottu húsmæðrum sem sá um að ekkert væri óhreint á heimili mínu fyrir jólin… silfrið var pússað, gluggar þvegnir og Guð forðaði mér iðulega frá því að skáparnir, ísskápurinn og ofninn urðu ekki út undan í þessari árlegu hreingerningu.“ Meira »

Þráir að komast á hundasleða

í fyrradag Þorbjörn Sigurbjörnsson, kennari og þriggja barna faðir í Kópavogi, ákvað að venja sig á að segja alltaf já, ekki nei, þegar hann var beðinn um eitthvað. Meira »

Heimsins flottasta hönnunarteiti

í fyrradag Það var glatt á hjalla á Skólavörðustígnum þegar Geysir svipti hulunni af glænýrri verslun sem sérhæfir sig í heimilisvöru. Geysir heima á Skólavörðustíg er svo sannarlega verslun fyrir fagurkera. Meira »

Pólitísk plott og átök

í fyrradag Það var glatt á hjalla þegar Björn Jón Bragason fagnaði útkomu bókar sinnar, Í liði forsætisráðherrans eða ekki? í Máli og menningu á Laugavegi. Bókin fjallar um pólitísk plott og hvað gerist að tjaldabaki í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi frá aldamótum. Meira »

Svona bjó Meghan þegar hún kynntist Harry

í fyrradag Áður en að Meghan Markle flutti í lítið hús við Kensington-höll bjó hún í leiguhúsnæði í Toronto. Húsið er kannski ekki mjög stórt en þó feiki nógu stórt fyrir þau Meghan, hundana hennar og Harry þegar hann kíkti í heimsókn. Meira »

Í 140 þúsund króna sokkum

í fyrradag Sokkar eru ekki bara sokkar, Gucci-sokkarnir sem söngkonan Rihanna klæddist á dögunum kosta meira en ársbirgðir af sokkum.   Meira »

Þetta er Pantone litur 2018

í fyrradag Hönnunarþyrstir einstaklingar eru yfirleitt í stuði á þessum árstíma þegar nýr Pantone litur er kynntur. Litur ársins 2018 er Ultra Violet eða Útfjólublár og ber litaheitið PANTONE 18-3838. Meira »

Arnar Gauti verður listrænn stjórnandi

í fyrradag Arnar Gauti Sverrisson hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi heimilissýningarinnar Lifandi heimili og hönnun sem fram fer í Laugardalshöll 1.-3. júní 2018. Sýningin var haldin í fyrsta skipti í fyrra undir nafninu Amazing home show en breyttu nafni fylgja breyttar áherslur. Meira »

Guðni Már skilinn

10.12. Guðni Már Henningsson útvarpsmaður á Rás 2 er skilinn við Mariu Ylfu Lebedeva sem er ljósmyndari. Eiríkur Jónsson greinir frá þessu. Meira »

Viltu skarta þínu fegursta um jólin?

10.12. Þegar einn annasamasti tími ársins er á næsta leiti hættir okkur til að gleyma gleðinni í amstri dagsins. Auk daglegra verka eru flest okkar í óðaönn að skipuleggja hátíðina, skreyta húsið að utan og innan, undirbúa að pakkarnir verði á sínum stað. Meira »

Eftirlætismaskari Lilju Ingva

10.12. Lilja Ingvadóttir einkaþjálfari er mikil áhugamanneskja um snyrtivörur en hún segist gjarnan verða eins og krakki í nammibúð þegar hún kíkir í snyrtivöruverslanir. Við fengum að kíkja í snyrtibuddu Lilju og forvitnast um eftirlætis maskarann. Meira »

Framhjáhaldið hófst í hádegismatnum

í fyrradag „Hann sótti mig og við keyrðum á sveitahótel þar sem við borðuðum yndislega máltíð. Hann fór frá borðinu og bókaði herbergi. Við vissum bæði hvað við vildum.“ Meira »

Stella ofursvöl í Spaksmannsspjörum

10.12. Stella Blómkvist hefur slegið í gegn í Sjónvarpi Símans Premium en hún fer með hlutverk lögfræðings sem blandast inn í æsispennandi mál. Leikkonan Heiða Reed, sem leikið hefur í þáttunum Poldark, leikur Stellu. Meira »

Fimm merki um að rassinn sé of aumur

10.12. Það er ekki nóg að gera bara magaæfingar þar sem það skiptir líka máli að hafa sterka rassvöðva. Þú færð ekki bara kúlurass af því að gera rassæfingar heldur getur líkamsstaðan líka batnað. Meira »

Nýtt útlit fyrir 6.000 kr.

10.12. Eftir langt tímabil hvítra veggja eru litaðir veggir að verða móðins á ný. Fyrir um fimm árum fór að bera á gráum tónum og að heilu íbúðirnar væru málaðar í sama lit, bæði veggir og loft. Síðan tók blái liturinn við en nú er grænn að verða vinsælli. Meira »