Next með „stórar stærðir“ í barnadeildinni

Sífellt fleiri börn í Bretlandi eru of feit.
Sífellt fleiri börn í Bretlandi eru of feit. skjáskot/Nextdirect.com

Breska fatakeðjan Next býður nú upp á „stórar stærðir“ í barnadeildinni. Flíkurnar eru ætlaðar krökkum í þéttari kantinum þar sem ummálið er stærra en á venjulegum flíkum. 

Margar verslanir bjóða upp á stærri stærðir í fullorðinsstærðum en ekki er eins algengt að slíkar stærðir finnist í barnadeildum. Samkvæmt Telegraph þykir þetta vera merki um að offita barna í Bretlandi sé að færast í aukana. 

Meðal annars býður Next upp á gallabuxur og íþróttabuxur sem breskir krakkar geta notað sem skólaföt. Dæmi er um að venjulegt mittismál í buxum fyrir þriggja ára í Next sé 53 sentímetrar. Í þriggja ára plús sniðinu er buxurnar hins vegar 58 sentímetrar eða fimm sentímetrum víðari. 

Um þriðjungur krakka í Bretlandi er of þungur þegar hann hefur nám á unglingastigi og er Next því að svara kalli neytenda. 

Fötin þykja henta í breska skóla.
Fötin þykja henta í breska skóla. skjáskot/Nextdirect.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál