Kommaskyrta og húðlitaðar sokkabuxur

Föt geta haft mikil áhrif á skoðanir okkar.
Föt geta haft mikil áhrif á skoðanir okkar. Samsett mynd

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna keppast nú við að koma vel fyrir svo sem flestir kjósi þá. Eins og sagt er þá skapa fötin manninn og þar sem nú er kosið um menn ekki síður en málefni rýndi Smartland í fataval leiðtoganna sem tóku þátt í fyrstu leiðtogaumræðunum á RÚV í gær, sunnudag. 

Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson, Fundur formanna á Rúv.
Bjarni Benediktsson, Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni mætti í svörtum jakkafötum sem vissulega tákna íhaldssemi. Bjarni tekur enga óþarfa áhættu í fatavalinu heldur kemur fram í fötum sem fólk er vant rétt eins og fólk er vant því að Sjálfstæðisflokkurinn sé í stjórn. 

Guðmundur Þorleifsson

Guðmundur Þorleifsson.
Guðmundur Þorleifsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það fór lítið fyrir Guðmundi í þættinum og gleymdu spyrlarnir honum til að mynda. Fatnaðurinn hefur þar ekki hjálpað til enda lítið að frétta í þeim efnum. 

Hanna Katrín Friðriksson

Hanna Katrín Friðriksson, Fundur formanna á Rúv.
Hanna Katrín Friðriksson, Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hanna Katrín var smekklega klædd þó svo blaðamaður sé ekki viss um hvað medalían sem hún bar hafi átt að tákna en það er ólíklegt að Viðreisn vinni einhvern kosningasigur. 

Inga Sæland

Inga Sæland. Fundur formanna á Rúv.
Inga Sæland. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Inga mætti í silfruðum bol en metal-litir hafa verið vinsælir síðustu misseri. Við silfraða bolinn var hún svartri opinni peysu en slíka peysu eiga flestar konur inni í skáp. Inga er alþýðukona og vill eflaust höfða til alþýðunnar. 

Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Klassískur og stelpulegur kjóll Katrínar ýtir undir sakleysislega ímynd hennar. Grænu doppurnar á kjólnum eru táknrænar fyrir umhverfisstefnu flokksins. Athygli vakti að Katrín var í húðlituðum nælonsokkabuxum en tískuþenkjandi halda því fram að þær séu aftur orðnar smart. 

Logi Már Einarsson

Logi Már Einarsson.
Logi Már Einarsson. Kristinn Magnússon

Logi var hæfilega afslappaður og fær skyrtan ágætiseinkunn. Logi er menntaður arkitekt og hefur því líklega næmt auga fyrri hinu sjónræna sem skilar sér í fatastílnum. 

Óttarr Proppé

Óttarr Proppé. Fundur formanna á Rúv.
Óttarr Proppé. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óttarr fer ekki langt án rúllukragans og það gerði hann ekki þetta kvöld. Björt framtíð kom inn í stjórnmálin sem ferskur andblær líkt og fatastíll Óttars en nú virðist vera komin einhver þreyta bæði í stílinn og flokkinn. 

Pálmey Gísladóttir

Pálmey Gísladóttir.
Pálmey Gísladóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pálmey býður sig fram fyrir Dögun, lítinn flokk sem þarf á allri athygli að halda. Grái liturinn var síst til þess að vekja þá athygli.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Fundur formanna á Rúv.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigmundur er greinilega búinn að skipta um flokk, hann er búinn að skipta út græna bindinu fyrir blátt. Sigmundur er þrátt fyrir allt þekktur húmoristi og hefði verið gaman að sjá hann með fallegt hestabindi í anda flokksmerkisins. 

Sigurður Ingi Jóhannsson

Óttarr Proppé. Sigurður Ingi Jóhannsson. Fundur formanna á Rúv.
Óttarr Proppé. Sigurður Ingi Jóhannsson. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi lét einnig græna bindið vera en var í stað þess með þjóðlegt bindi; blátt og hvítt, í anda stefnu Framsóknarflokksins. 

Þorvaldur Þorvaldsson

Þorvaldur Þorvaldsson. Fundur formanna á Rúv.
Þorvaldur Þorvaldsson. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorvaldur býður sig fram fyrir Alþýðufylkinguna og hefur því verið fleygt að flokkurinn sé kommúnistaflokkur. Rauða skyrtan hrakti að minnsta kosti ekki þær kenningar. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Fundur formanna á Rúv.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórhildur Sunna var ansi settlega klædd miðað við aldur en hún er þrítug og yngsti stjórnmálamaðurinn sem tók þátt í umræðunum. Hárgreiðslan sem hún skartaði var einnig gamaldags, mögulega of stíft útlit fyrir þau stjórnmál sem hún talar fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál