Kommaskyrta og húðlitaðar sokkabuxur

Föt geta haft mikil áhrif á skoðanir okkar.
Föt geta haft mikil áhrif á skoðanir okkar. Samsett mynd

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna keppast nú við að koma vel fyrir svo sem flestir kjósi þá. Eins og sagt er þá skapa fötin manninn og þar sem nú er kosið um menn ekki síður en málefni rýndi Smartland í fataval leiðtoganna sem tóku þátt í fyrstu leiðtogaumræðunum á RÚV í gær, sunnudag. 

Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson, Fundur formanna á Rúv.
Bjarni Benediktsson, Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni mætti í svörtum jakkafötum sem vissulega tákna íhaldssemi. Bjarni tekur enga óþarfa áhættu í fatavalinu heldur kemur fram í fötum sem fólk er vant rétt eins og fólk er vant því að Sjálfstæðisflokkurinn sé í stjórn. 

Guðmundur Þorleifsson

Guðmundur Þorleifsson.
Guðmundur Þorleifsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það fór lítið fyrir Guðmundi í þættinum og gleymdu spyrlarnir honum til að mynda. Fatnaðurinn hefur þar ekki hjálpað til enda lítið að frétta í þeim efnum. 

Hanna Katrín Friðriksson

Hanna Katrín Friðriksson, Fundur formanna á Rúv.
Hanna Katrín Friðriksson, Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hanna Katrín var smekklega klædd þó svo blaðamaður sé ekki viss um hvað medalían sem hún bar hafi átt að tákna en það er ólíklegt að Viðreisn vinni einhvern kosningasigur. 

Inga Sæland

Inga Sæland. Fundur formanna á Rúv.
Inga Sæland. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Inga mætti í silfruðum bol en metal-litir hafa verið vinsælir síðustu misseri. Við silfraða bolinn var hún svartri opinni peysu en slíka peysu eiga flestar konur inni í skáp. Inga er alþýðukona og vill eflaust höfða til alþýðunnar. 

Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Klassískur og stelpulegur kjóll Katrínar ýtir undir sakleysislega ímynd hennar. Grænu doppurnar á kjólnum eru táknrænar fyrir umhverfisstefnu flokksins. Athygli vakti að Katrín var í húðlituðum nælonsokkabuxum en tískuþenkjandi halda því fram að þær séu aftur orðnar smart. 

Logi Már Einarsson

Logi Már Einarsson.
Logi Már Einarsson. Kristinn Magnússon

Logi var hæfilega afslappaður og fær skyrtan ágætiseinkunn. Logi er menntaður arkitekt og hefur því líklega næmt auga fyrri hinu sjónræna sem skilar sér í fatastílnum. 

Óttarr Proppé

Óttarr Proppé. Fundur formanna á Rúv.
Óttarr Proppé. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óttarr fer ekki langt án rúllukragans og það gerði hann ekki þetta kvöld. Björt framtíð kom inn í stjórnmálin sem ferskur andblær líkt og fatastíll Óttars en nú virðist vera komin einhver þreyta bæði í stílinn og flokkinn. 

Pálmey Gísladóttir

Pálmey Gísladóttir.
Pálmey Gísladóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pálmey býður sig fram fyrir Dögun, lítinn flokk sem þarf á allri athygli að halda. Grái liturinn var síst til þess að vekja þá athygli.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Fundur formanna á Rúv.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigmundur er greinilega búinn að skipta um flokk, hann er búinn að skipta út græna bindinu fyrir blátt. Sigmundur er þrátt fyrir allt þekktur húmoristi og hefði verið gaman að sjá hann með fallegt hestabindi í anda flokksmerkisins. 

Sigurður Ingi Jóhannsson

Óttarr Proppé. Sigurður Ingi Jóhannsson. Fundur formanna á Rúv.
Óttarr Proppé. Sigurður Ingi Jóhannsson. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi lét einnig græna bindið vera en var í stað þess með þjóðlegt bindi; blátt og hvítt, í anda stefnu Framsóknarflokksins. 

Þorvaldur Þorvaldsson

Þorvaldur Þorvaldsson. Fundur formanna á Rúv.
Þorvaldur Þorvaldsson. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorvaldur býður sig fram fyrir Alþýðufylkinguna og hefur því verið fleygt að flokkurinn sé kommúnistaflokkur. Rauða skyrtan hrakti að minnsta kosti ekki þær kenningar. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Fundur formanna á Rúv.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórhildur Sunna var ansi settlega klædd miðað við aldur en hún er þrítug og yngsti stjórnmálamaðurinn sem tók þátt í umræðunum. Hárgreiðslan sem hún skartaði var einnig gamaldags, mögulega of stíft útlit fyrir þau stjórnmál sem hún talar fyrir. 

mbl.is

Góð ráð fyrir konur sem stunda sjálfsfróun

Í gær, 22:45 Konur ættu ekki endilega að liggja bara á bakinu og nudda á sér snípinn þegar kemur að sjálfsfróun.   Meira »

Eignuðust dóttur á frumsýningardaginn

Í gær, 19:45 Mikael Torfason og Elma Stefanía Ágústsdóttir eignuðust dóttur á föstudaginn. Mikael missti af frumsýningunni á Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu en hann er höfundur verksins ásamt Þorleifi Arnarsyni. Meira »

Færir fundi til að komast í crossfit

Í gær, 18:00 Ómar R. Valdimarsson lögmaður hugsar ákaflega vel um heilsuna en fyrir fjórum árum var hann 99,9 kg og ákvað að snúa vörn í sókn. Markmiðið var að vera í toppformi á fertugsafmælinu sem fram fór í síðasta mánuði. Meira »

Dýrasta hús í heimi

Í gær, 15:00 Villa Les Cèdres er stórglæsileg villa í Suður-Frakklandi sem hæfir kóngafólki. Húsið er getur orðið þeirra sem eiga 43 milljarða. Meira »

12 kg of þung en langar í fitusog

Í gær, 12:00 „Ég er með stoppaðan skjaldkirtil og á mjög erfitt með að losna við síðustu 12 kg. Er sniðugt að fara í fitusog fyrir svoleiðis manneskju? Og annað hvað kostar andlitslyfting? Svo er ég með annað vandamál því ég fór í brjóstaminnkun fyrir rúmum 30 árum og ég er með ljót ör og leiðinda hliðarpoka undir höndunum og á hliðunum, er hægt að laga það?“ Meira »

Lífið breyttist eftir sambandsslitin

Í gær, 09:00 Elva Dögg Sigurðardóttir tók lífstíl sinn í gegn eftir að hún hætti með barnsföður sínum. Hún skipuleggur sig vel og notar ekki tímaleysi sem afsökun fyrir því að borða óhollt og skrópa í ræktinni. Meira »

Sendiherrahjónin gera allt vitlaust

í fyrradag Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason voru frumsýndar í gærkvöldi í Þjóðleikhúsinu. Verkið hreyfði við áhorfendum.   Meira »

Rómantískt rússneskt heimili

Í gær, 06:00 Fylgjendur íslenska landsliðins í knattpyrnu eiga von á góðu ef leiguíbúðir í Rússlandi eru eitthvað í líkindum við þessa.   Meira »

Guðni mætti á Guð blessi Ísland

í fyrradag Guð blessi Ísland eftir Mikael Torfason og Þorleif Arnarsson var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lét sig ekki vanta. Meira »

Kínóa á húðina, ekki bara í magann

í fyrradag Kínóa hefur ekki bara orðið vinsæl á matarborðum á undanförnum árum heldur er kínóa einnig að verða vinsæl húðvara.   Meira »

Kolvetni ekki alltaf vondi karlinn

í fyrradag Margir reyna að skera niður kolvetnaneyslu í megrunarskyni. Þó svo að það sé ekki hollt að borða brauð og pasta í hvert mál fitnar fólk ekki mikið við það að borða gulrætur. Meira »

„Ég hafði prófað allan andskotann“

í fyrradag Ragnheiður Kristjónsdóttir þekkir það vel af eigin raun að vera of þung. Í mörg ár burðaðist hún með allt of mörg aukakíló og var búin að reyna allt til þess að léttast. Meira »

Reynir að fara í ræktina klukkan sjö

í fyrradag Sigríður Andersen lifir annasömu lífi og myndi vilja hafa örlítið meiri tíma til að lesa og prjóna. Hún mætir í ræktina klukkan sjö á morgnana. Meira »

Emblurnar fögnuðu 10 ára afmæli

20.10. Emblurnar voru í miklu stuði á Hilton - Vox Club þegar hópurinn fagnaði 10 ára afmæli sínu.   Meira »

Hilfiger með línu fyrir fatlað fólk

20.10. Tommy Hilfiger segir línu sem er hönnuð með fólk með sérþarfir í huga vera þátt í því að gera tísku lýðræðislegri.   Meira »

Tóku út loðfeldi og tónuðu litina niður

20.10. Hulda Karlotta Kristjánsdóttir, hönnuður og gæðastjóri hjá ZO•ON, hóf störf hjá fyrirtækinu 2014 en hún útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hún hóf feril sinn hjá Lazytown við gerð búninga og svo færði hún sig yfir til Nikita þar sem hún starfaði í níu ár. Hjá Nikita var hún meira að vinna í götutískunni en tók líka þátt í hönnun á brettafatnaði fyrirtækisins. Meira »

Sleppir víni og japlar á kaffibaunum

í fyrradag Victoria Beckham borðar kaffibaunir til þess að koma í veg fyrir áfengisneyslu og þar með timburmenni. Fatahönnuðurinn er þekktur fyrir meinhollan lífstíl. Meira »

Fékk nýtt eldhús fyrir 37.000 kr.

20.10. Sandra Gunnarsdóttir fékk nýtt eldhús með því að filma innréttinguna og mála eldhúsið bleikt. Útkoman er stórkostleg.   Meira »

Kauphegðunin er stundum aðeins of ýkt

20.10. Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri snyrtivöru og fatnaðar hjá Ölgerðinni og förðunarfræðingur, hefur heillandi fatastíl. Hún elskar hönnun Christopher Bailey fyrir Burberry en hún kaupir líka notuð föt ef hún er í þannig stuði. Meira »

Byrjar daginn á útihlaupum

20.10. Lilja Alfreðsdóttir tekur daginn snemma og fer út að hlaupa áður en börnin fara í skólann á morgnana.   Meira »