Katrín dregur fram enn einn ömmukjólinn

Kjóllinn er ansi ömmulegur.
Kjóllinn er ansi ömmulegur. mbl.is/AFP

Katrín hertogaynja mætti á fyrsta opinbera viðburðinn á þriðjudag, eftir að tilkynnt var um óléttu hennar. Biðu margir spenntir eftir að líta óléttustíl hertogaynjunnar augum en Katrín var settlega klædd eins og vanalega. 

Mörgum þykir Katrín þó ekki beint klæða sig eftir aldri og má segja að í gær hafi hún dregið fram enn einn ömmukjólinn. Kjóllinn hentaði þó Katrínu vel og hefur mittisbandið líklega heillað óléttu konuna enda kom litla kúlan vel út undir bandinu. 

Blái kjóllinn sem Katrín klæddist er frá Temperly London og kostar 795 pund sem eru tæpar 110 þúsund íslenskar krónur. 

Kjóllinn passar bæði í Buckingham-höll sem og á Hrafnistu.
Kjóllinn passar bæði í Buckingham-höll sem og á Hrafnistu. skjáskot/net-a-porter.com
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál