Of stórir skapabarmar – hvað er til ráða?

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í skapabarmaaðgerð. 

Sæl Þórdís,

ég er að íhuga skapabarmaminnkun. Hver er kostnaðurinn við slíka aðgerð? Er maður lengi að jafna sig?

Kær kveðja,

ein í vanda. 

Sæl og takk fyrir spurninguna,

skapabarmaaðgerð kostar 230 þús kr. + 75 þúsund kr. fyrir svæfinguna. En ég mæli alltaf með því að skapabarmaaðgerðir séu gerðar í svæfingu. Það er bæði þægilegra fyrir konuna en líka getur það minnkað blæðingarhættu eftir aðgerð. Það fylgir því auðvitað meiri kostnaður.

Það er mikilvægt að taka því rólega eftir aðgerð og „láta lofta” um svæðið. Ég ráðlegg líka konum að skola eftir klósettferðir fyrstu vikuna. Samfarir eru ekki ráðlagðar fyrr en að 6 vikum loknum.

Best er að fara í skoðun hjá lýtalækni og sjá hvort þessi aðgerð gæti átt við í þínu tilfelli.

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál