Kínóa á húðina, ekki bara í magann

Hægt er að maka kínóa á húðina.
Hægt er að maka kínóa á húðina. mbl.is/Thinkstockphotos

Kínóa hefur verið vinsælt í hollustufræðunum undanfarin ár og nú hefur fólk tekið upp á því að næra ekki bara líkamann með kínóa heldur einnig húðina. 

Sonia Batra, aðstoðarprófessor í húðsjúkdómafræðum, segir í grein Prevention um málið að fólk viti hversu mikil súperfæða kínóa er og því hafi það viljað prófa sig áfram með fæðuna. Hún segir vísindin styðja þær hugmyndir fólks að kínóa sé gott á húðina. 

Hvernig í ósköpunum á maður að nota frætegundina sem er oft notuð í stað hrísgrjóna á húðina? Jú, það er til dæmis hægt að nota kínóa til þess að endurnýja húðina. Kínóa er nógu hart til þess fjarlægja dauða húð en nógu mjúkt til þess að skaða húðina ekki.

Hægt er að blanda saman elduðu kínóa við til dæmis ólífuolíu. Síðan má nudda formúlunni á húðina og hreinsa af með vatni. 

Kínóa nýtist ekki bara á fyrrnefndan hátt. Rannsókn frá árinu 2015 sýnir að það að bera á sig kínóa fær húðina til þess að glóa. Kínóað getur getur með þessu minnkað dökka bletti og lýst upp húð.

Kínóa er ekki bara heilsusamlegt á matarborðinu.
Kínóa er ekki bara heilsusamlegt á matarborðinu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál