12 kg of þung en langar í fitusog

mbl.is/StockPhotos

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá íslenskri konu um fitusog, andlitslyftingu og ljót ör eftir brjóstaminnkun. 

Sæl,

ég er með stoppaðan skjaldkirtil og á mjög erfitt með að losna við síðustu 12 kg. Er sniðugt að fara í fitusog fyrir svoleiðis manneskju? Og annað hvað kostar andlitslyfting? Svo er ég með annað vandamál því ég fór í brjóstaminnkun fyrir rúmum 30 árum og ég er með ljót ör og leiðinda hliðarpoka undir höndunum og á hliðunum, er hægt að laga það? 

Kær kveðja, 

ein 12 kg of þung

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Hvort fitusog hentar þér eða ekki fer allt eftir því hvort þessi 12 kg eru dreifð um líkamann eða hvort þau sitja á fáum stöðum sem liggja vel við fitusogi (t.d. maga og mjöðmum). Ef aukakílóin sitja á þeim stöðum þá gæti fitusog hentað þér.

Varðandi brjóstaminnkunina þína þá þarf að meta hvort ekki væri hægt að fitusjúga hliðarpokana og eða skera þá í burtu. Þá myndu örin þín reyndar ná lengra aftur á bak. Oft dugar styttri skurðir ef fitusog er gert samtímis.

Örin þyrfti líka að skoða og sjá hvort væri hægt að laga þau. Sumir einstaklingar mynda næstum alltaf ljót breið ör sama hvaða saumar eru notaðir. Ef grunur er um erfiðan gróanda þá er alltaf hægt að lagfæra einungis hluta af örunum í staðdeyfingu og klára lagfæringuna síðar ef þetta hefur gengið vel. Annars er líklegt að þurfi að lyfta brjóstunum þínum alveg aftur þar sem 30 ár eru liðin frá aðgerð og hugsanlega einhverjum börnum síðar.

Andlitslyfting kostar um 700 þúsund kr. með svæfingu. Þannig aðgerð er framkvæmd með deyfingu með slævingu og aðstoð svæfingalæknis. 

Stundum er hægt að seinka löguninni í andlitslyftingu með litlu inngripi með sprautum.

Best er að hitta lýtalækni og fara yfir hvað er best fyrir þig.

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál