Gallabuxur aldrei verið jafn efnislitlar

Gallabuxurnar eru afar efnislitlar.
Gallabuxurnar eru afar efnislitlar. skjáskot/Instagram

Rifnar gallabuxur dúkka alltaf upp og hafa verið vinsælar að undanförnu. Það er þó óhætt að fullyrða að sjaldan hefur vantað jafn stór stykki á gallabuxur og þær buxur sem japanska fatamerkið Thibaut sýndi á tískuvikunni í Tókýó á dögunum.  

Það þarf ekki mikið til að gallabuxurnar detti í sundur enda er þunn efnisræma sem heldur þeim saman. Segja má að þetta séu hálfgerðar g-strengs gallabuxur þar sem að gallaefnið nær ekki einu sinni yfir allan rassinn. Það er því örugglega gott ráð að vanda nærbuxnavalið áður en farið er í buxurnar. 

Það borgar sig að muna eftir nærbuxum í þessum gallabuxum.
Það borgar sig að muna eftir nærbuxum í þessum gallabuxum. skjáskot/Instagram
Hér var verið að spara efnið.
Hér var verið að spara efnið. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál