Leigja einkaþotu til þess eins að taka mynd

Þessi kona fór ekki langt með einkaþotunni sem hún virðist …
Þessi kona fór ekki langt með einkaþotunni sem hún virðist vera að stíga upp í. skjáskot/Instagram

Oft er talað um að fólk birti ekki raunsanna mynd af sjálfu sér á samfélagsmiðlum. Þetta á afar vel við það fólk sem leigir sér einkaþotu til þess eins að ná góðri mynd fyrir Instagram. 

Buisness Insider greinir frá því að í Rússlandi leigi Instagram-notendur sér einkaþotu sem stendur kyrr á flugvelli og taki myndir af sér. Fyrirtækið Private Jet Studio veitir þessa þjónustu og kostar myndataka með ljósmyndara ekki nema um 25 þúsund krónur. 

Eflaust eru margir sem sýna myndir af sér í einkaþotum eða öðrum lúxusstöðum að upplifa hlutina í alvörunni. „Af hverju allir nema ég?“ er hins vegar óþarfa hugsun þar sem það er greinilegt að ansi margt er sviðsett á samfélagsmiðlum. 

Á flugi eða jörðu niðri?
Á flugi eða jörðu niðri? skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál