Bílamotta eða 250 þúsund króna pils?

Pilisið minnir á bílamottu.
Pilisið minnir á bílamottu. ljósmynd/mytheresa.com

Leðurpils frá tískuhúsinu Balenciaga hefur vakið mikla athygli á undanförnum dögum en margir telja að pilsið líkist helst bílamottu. Eins og sést á meðfylgjandi myndum verður að teljast líklegt að hönnuðurinn hafi fengið innblásturinn að pilsinu í bílnum sínum. 

Pilsið er töluvert dýrara en bílamotta og kostar 1.795 pund í vefversluninni Mytheresa eða rétt rúmlega 250 þúsund íslenskar krónur. Bílamottur kosta ekki alveg jafnmikið enda kannski ekki búnar til úr hágæða leðri. Bílanaust selur til að mynda mottu fyrir framsæti á 3.450 krónur, líklega þarf þó meira en eina mottu í bílamottupils. 

Þessi bílamotta gæti verið efniviður í pils.
Þessi bílamotta gæti verið efniviður í pils. ljósmynd/Bílanaust

Twitter-notendur hafa haft orð á því að eitthvað verði ekki sjálfkrafa tískuklæðnaður við það að Balanciaga setji nafnið sitt á það. Aðrir kvarta yfir því að það vanti ilmhengi á hálsinn á fyrirsætunni. 

Þeir sem ætla sér að vera fyrstir með trendin þurfa oft að fara óhefðbundnar leiðir í hönnun sinni og þá er ekki allt sem slær í gegn. Ekki er lengra síðan en í síðustu viku að afar efnislitlar gallabuxur vöktu viðlíka athygli og leðurpilsið umtalaða. 

Pilsið að aftan.
Pilsið að aftan. ljósmynd/mytheresa.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál